Fyrsta barn ársins fæddist á miðri leið til Akureyrar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 16:12 Elfa Sif Kristjánsdóttir og Ásgeir Frímannsson með dótturina nýfæddu. Aðsend Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl á miðri leið til Akureyrar. Foreldrar barnsins voru í sjötugsafmæli á Siglufirði þegar móðirin, Elfa Sif Kristjánsdóttir, missti vatnið. Hringt var á sjúkrabíl og barnið fæddist í bílnum, við Kálfsskinn. Settur dagur var eftir tvær vikur, þann 14. janúar, og segir Ásgeir Frímansson, nýbakaður faðir barnsins, að dóttirin hafi greinilega verið að flýta sér í heiminn. Móður og barni heilsast vel og fæðingin gekk vonum framar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri, vera í sjötugsafmæli hjá tengdaföður og fæða svo á miðri leið á milli,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir voru í sjötugsafmæli hjá föður Elfu á Siglufirði og atburðarásin kom þeim heldur betur á óvart. Elfa missti vatnið skyndilega og hringt var á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar, en fyrirhugað var að aka frá Siglufirði á sjúkrahúsið á Akureyri. Barnið fæddist svo í bílnum, við afleggjara að bænum Kálfaskinni á Árskógssandi, segir á akureyri.net. „Hún flýtti sér og vildi komast hratt og örugglega, segir Ásgeir í samtali við fréttastofu og bætir við að það hafi gengið rosalega vel: „Hérna sofa þær mæðgur og heilsan virkilega góð. Litla er búin að sofa held ég síðan hún fæddist,“ segir faðirinn nýbakaði og hlær. Skemmtileg tilviljun Á akureyri.net kemur fram að skemmtileg tilviljun sé að stúlkan hafi fæðst við Kálfsskinn. Þar hafi til áratuga búið ljósmóðirin Ása Marinósdóttir ásamt Sveini Jónssyni, bónda og húsasmíðameistara. Akureyri.net hefur eftir Ásu að um dásamlega tilviljun sé að ræða. „Ég tók á móti einum 20 til 30 börnum heima í Kálfsskinni á sínum tíma, einmitt vegna þess að móðirin komst ekki lengra. Nokkur fæddust í gamla húsinu en þegar Sveinn byggði stóra húsið hafði hann sérstakt herbergi fyrir mig, ef konur þyrftu að fæða hjá okkur.“ Áramót Börn og uppeldi Fjallabyggð Akureyri Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Settur dagur var eftir tvær vikur, þann 14. janúar, og segir Ásgeir Frímansson, nýbakaður faðir barnsins, að dóttirin hafi greinilega verið að flýta sér í heiminn. Móður og barni heilsast vel og fæðingin gekk vonum framar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri, vera í sjötugsafmæli hjá tengdaföður og fæða svo á miðri leið á milli,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir voru í sjötugsafmæli hjá föður Elfu á Siglufirði og atburðarásin kom þeim heldur betur á óvart. Elfa missti vatnið skyndilega og hringt var á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar, en fyrirhugað var að aka frá Siglufirði á sjúkrahúsið á Akureyri. Barnið fæddist svo í bílnum, við afleggjara að bænum Kálfaskinni á Árskógssandi, segir á akureyri.net. „Hún flýtti sér og vildi komast hratt og örugglega, segir Ásgeir í samtali við fréttastofu og bætir við að það hafi gengið rosalega vel: „Hérna sofa þær mæðgur og heilsan virkilega góð. Litla er búin að sofa held ég síðan hún fæddist,“ segir faðirinn nýbakaði og hlær. Skemmtileg tilviljun Á akureyri.net kemur fram að skemmtileg tilviljun sé að stúlkan hafi fæðst við Kálfsskinn. Þar hafi til áratuga búið ljósmóðirin Ása Marinósdóttir ásamt Sveini Jónssyni, bónda og húsasmíðameistara. Akureyri.net hefur eftir Ásu að um dásamlega tilviljun sé að ræða. „Ég tók á móti einum 20 til 30 börnum heima í Kálfsskinni á sínum tíma, einmitt vegna þess að móðirin komst ekki lengra. Nokkur fæddust í gamla húsinu en þegar Sveinn byggði stóra húsið hafði hann sérstakt herbergi fyrir mig, ef konur þyrftu að fæða hjá okkur.“
Áramót Börn og uppeldi Fjallabyggð Akureyri Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira