Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. desember 2021 23:34 Tedros sagðist bjartsýnn en varaði við því að óbólusett samfélag væri gróðrastía fyrir ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira