Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2021 07:37 DJ Dimension átti að skemmta á áramótafögnuði í Auckland. Myndin er af tónleikum hans í London fyrr í mánuðinum. Instagram Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. Nýsjálenskir ráðherrar hafa lýst yfir „vonbrigðum“ með gjörðir plötusnúðsins, sem heitir Robert Etheridge réttu nafni, en hann braut gegn reglum um einangrun og greindist síðar með ómíkronafbrigði veirunnar. Er talið að um fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi sé að ræða þar sem viðkomandi greinist með ómíkronafbrigðið. DJ Dimension ferðaðist frá Bretlandi til Nýja-Sjálands til að troða upp á áramótafögnuði. Segja talsmenn nýsjálenskra heilbrigðisyfirvalda að plötusnúðurinn hafi lokið tíu daga einangrun eftir komuna til landsins en sleppt því að fara í sýnatöku á síðasta degi einangrunar. Hann reyndist smitaður og hélt á veitingastaði, bari og næturklúbba í Auckland. Etheridge hefur beðist afsökunar á málinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist einnig hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að hann var nafngreindur í nýsjálenskum fjölmiðlum sem fyrsta ómíkrontilfelli landsins. View this post on Instagram A post shared by DIMENSION (@dimension) Kortleggja ferðir mannsins Chris Hipkins, ráðherra viðbrigðsmála vegna Covid-19, sagði á fréttamannafundi að gjörðir Etheridge hafi valdið vonbrigðum. Enn sé unnið að því að kortleggja ferðir mannsins og fjölda þeirra sem hann hafi verið í samskiptum við. „Varðandi ómíkron, þá erum við ekki með þetta hér, við viljum ekki fá þetta hingað og umburðarlyndi okkar hvað svona hluti varðar er mjög lítið,“ sagði Hipkins. Nýsjálendingar hafa verið með harðar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir í gildi allt frá upphafi faraldursins. Hafa alls 13.687 manns greinst með kórónuveiruna í landinu frá upphafi og hefur 51 dauðsfall verið rakið til Covid-19. Níutíu prósent landsmanna teljast nú fullbólusettir. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Nýsjálenskir ráðherrar hafa lýst yfir „vonbrigðum“ með gjörðir plötusnúðsins, sem heitir Robert Etheridge réttu nafni, en hann braut gegn reglum um einangrun og greindist síðar með ómíkronafbrigði veirunnar. Er talið að um fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi sé að ræða þar sem viðkomandi greinist með ómíkronafbrigðið. DJ Dimension ferðaðist frá Bretlandi til Nýja-Sjálands til að troða upp á áramótafögnuði. Segja talsmenn nýsjálenskra heilbrigðisyfirvalda að plötusnúðurinn hafi lokið tíu daga einangrun eftir komuna til landsins en sleppt því að fara í sýnatöku á síðasta degi einangrunar. Hann reyndist smitaður og hélt á veitingastaði, bari og næturklúbba í Auckland. Etheridge hefur beðist afsökunar á málinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist einnig hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að hann var nafngreindur í nýsjálenskum fjölmiðlum sem fyrsta ómíkrontilfelli landsins. View this post on Instagram A post shared by DIMENSION (@dimension) Kortleggja ferðir mannsins Chris Hipkins, ráðherra viðbrigðsmála vegna Covid-19, sagði á fréttamannafundi að gjörðir Etheridge hafi valdið vonbrigðum. Enn sé unnið að því að kortleggja ferðir mannsins og fjölda þeirra sem hann hafi verið í samskiptum við. „Varðandi ómíkron, þá erum við ekki með þetta hér, við viljum ekki fá þetta hingað og umburðarlyndi okkar hvað svona hluti varðar er mjög lítið,“ sagði Hipkins. Nýsjálendingar hafa verið með harðar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir í gildi allt frá upphafi faraldursins. Hafa alls 13.687 manns greinst með kórónuveiruna í landinu frá upphafi og hefur 51 dauðsfall verið rakið til Covid-19. Níutíu prósent landsmanna teljast nú fullbólusettir.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira