Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Árni Sæberg skrifar 27. desember 2021 22:29 Boris Johnson hlakkar eflaust til áramótanna. Tolga Akmen/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Ákvörðunin um að herða ekki takmarkanir gæti komið mörgum spánkst fyrir sjónir en á jóladag var slegið nýtt met í fjölda smitaðra af kórónuveirunni á Englandi. 113.638 fengu þá jákvæða greiningu í jólagjöf. Því hafa vísindamenn gagnrýnt ákvörðunina og segja hana vera „mestu frávik frá vísindalegri ráðgjöf í löggjöf frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar.“ Í frétt The Guardian um málið segir að tilkynningin hafi komið í kjölfar þess að ráðgjafar Johnsons hafi tjáð honum að aukið álag á heilbrigðiskerfið skýrðist ekki af fjölda innlagna. Ástæða þess væri mannekla vegna dreifingar veirunnar meðal starfsfólks. Spálíkan eitt gerir ráð fyrir því að allt að 40 prósent heilbrigðisstarfsfólks í Lundúnum verði frá vegna veikinda. Þá er búist við því að ríkisstjórn Englands muni frekar leggja áherslu á bólusetningu þjóðarinnar en takmarkanir, þar á meðal veitingu örvunarskammts. Athygli vekur að ensk stjórnvöld eru þau einu innan Bretlands sem ekki ætla að herða takmarkanir fyrir áramót. Í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi hafa verið settar á fjöldatakmarkanir. Heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hvetur fólk til að halda uppi persónulegum sóttvörnum. „Við munum ekki aðhafast frekar. Auðvitað ætti fólk að fara varlega í aðdraganda áramóta og taka hraðpróf ef þarf, fagna úti ef hægt og hafa góða loftræstingu innandyra ef það er mögulegt,“ segir hann. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Ákvörðunin um að herða ekki takmarkanir gæti komið mörgum spánkst fyrir sjónir en á jóladag var slegið nýtt met í fjölda smitaðra af kórónuveirunni á Englandi. 113.638 fengu þá jákvæða greiningu í jólagjöf. Því hafa vísindamenn gagnrýnt ákvörðunina og segja hana vera „mestu frávik frá vísindalegri ráðgjöf í löggjöf frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar.“ Í frétt The Guardian um málið segir að tilkynningin hafi komið í kjölfar þess að ráðgjafar Johnsons hafi tjáð honum að aukið álag á heilbrigðiskerfið skýrðist ekki af fjölda innlagna. Ástæða þess væri mannekla vegna dreifingar veirunnar meðal starfsfólks. Spálíkan eitt gerir ráð fyrir því að allt að 40 prósent heilbrigðisstarfsfólks í Lundúnum verði frá vegna veikinda. Þá er búist við því að ríkisstjórn Englands muni frekar leggja áherslu á bólusetningu þjóðarinnar en takmarkanir, þar á meðal veitingu örvunarskammts. Athygli vekur að ensk stjórnvöld eru þau einu innan Bretlands sem ekki ætla að herða takmarkanir fyrir áramót. Í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi hafa verið settar á fjöldatakmarkanir. Heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hvetur fólk til að halda uppi persónulegum sóttvörnum. „Við munum ekki aðhafast frekar. Auðvitað ætti fólk að fara varlega í aðdraganda áramóta og taka hraðpróf ef þarf, fagna úti ef hægt og hafa góða loftræstingu innandyra ef það er mögulegt,“ segir hann.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira