Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir frá því í tilkynningu að allir ómissandi innviðir og þjónusta starfi eðlilega og séu ekki skert eða takmörkuð.
„Rekstraraðilar kerfa hafa brugðist vel við undanfarnar vikur og náð tökum á veikleikanum.
Ekkert atvik hefur verið tilkynnt þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með log4j veikleikanum. Fylgst verður áfram náið með kerfum og hegðun þeirra ásamt þróun veikleikans á heimsvísu og hvaða áhrif hún gæti haft.
Rekstraraðilar eru hvattir til að vakta kerfi sín sérstaklega og fylgjast með óeðlilegri hegðun sem og nýjum uppfærslum á Log4j kóðasafni,“ segir í tilkynningunni.
Óvissustigi var lýst yfir 13. desember síðastliðinn, en viðskiptavinirfyrirtækja og stofnana voru þá varaðir við að ýmis kerfi gætu verið fyrirvaralaust tekin úr umferð tímabundið meðan unnið væru að nauðsynlegum uppfærslum.