Stefán er kunnastur fyrir störf sín sem þjálfari en hann hefur átt góðu gengi að fagna í brúnni hjá kvennaliði Fram. Þar tók hann við árið 2014 eftir að hafa unnið fjölda titla sem þjálfari kvennaliðs Vals.
Samhliða þjálfuninni hefur Stefán verið íþróttastjóri KR í Vesturbænum. Nú fær hann sama starfsheiti hjá ÍR sem tilkynnti um ráðninguna í dag.
Þar segir að Stefán sé með B.A. próf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og hafi starfað innan íþróttahreyfingarinnar í yfir tvo áratugi.