Starfsmenn Barnaheilla horfnir eftir fjöldamorð á aðfangadag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 27. desember 2021 08:24 Talið er að á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafi farist í atlögu stjórnarhersins á bæinn Mo So. KNDF/AP Fjöldamorð var framið í Myanmar á aðfangadag þegar stjórnarhermenn réðust á þorpið Mo So og myrtu rúmlega þrjátíu þorpsbúa. Tveggja starfsmanna alþjóðlegu samtakanna Save the Children, eða Barnaheilla, er saknað. Morðin hafa vakið mikla reiði meðal landsmanna eftir að ljósmyndir af þorpinu, í kjölfar ódæðisverksins, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil óánægja hefur verið almennt með störf herforingjastjórnarinnar, sem tók völd í febrúar á þessu ári. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í mannréttindamálum, segist sleginn yfir fréttunum og krefst þess að stjórnvöld í Myanmar láti rannsaka atburðinn. Þá hefur bandaríska sendiráðið í Mjanmar lýst yfir andúð á morðunum og krafist þess að ofbeldi gegn almennum borgurum í Mjanmar verði hætt. Barnaheill hafa hætt allri starfsemi í landinu, tímabundið í það minnsta, en svo virðist sem starfsmennirnir, sem voru á leið heim í jólafrí, hafi lent í átökunum miðjum. Staðfest hefur verið að ráðist hafi verið á bíl þeirra og kveikt í honum en óljóst er hvað varð um fólkið. Dómsuppkvaðningu í málum gegn Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hefur verið frestarð fram í janúar.AP Photo/Peter Dejong Bæjarbúi í Mo So lýsti því í samtali við fréttastofu AP að hann hafi séð starfsmennina flýja átökin milli stjórnarandstæðinga og hersins á föstudag. Þeir hafi svo verið myrtir eftir að stjórnarherinn handtók þá við að reyna að komast í flóttamannabúðir nærri bænum. Þá greina erlendir fjölmiðlar frá því að réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hafi verið frestað fram í janúar. Suu Kyi var handtekinn af herforingjastjórninni í febrúar, þegar hún rændi völdum, og hefur síðan verið ákærð fyrir tugi lögbrota. Kveða átti upp dóm í tveimur málum gegn henni í dag, annars vegar fyrir að hafa haft í fórum sínum ólöglegar talstöðvar. Verði Suu Kyi sakfelld fyrir allt það sem hún hefur verið ákærð fyrir gæti hún átt yfir höfði sér meira en 100 ár í fangelsi en hún hefur neitað allri sök og sagt ákærurnar pólitískar. Mjanmar Tengdar fréttir Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Morðin hafa vakið mikla reiði meðal landsmanna eftir að ljósmyndir af þorpinu, í kjölfar ódæðisverksins, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil óánægja hefur verið almennt með störf herforingjastjórnarinnar, sem tók völd í febrúar á þessu ári. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í mannréttindamálum, segist sleginn yfir fréttunum og krefst þess að stjórnvöld í Myanmar láti rannsaka atburðinn. Þá hefur bandaríska sendiráðið í Mjanmar lýst yfir andúð á morðunum og krafist þess að ofbeldi gegn almennum borgurum í Mjanmar verði hætt. Barnaheill hafa hætt allri starfsemi í landinu, tímabundið í það minnsta, en svo virðist sem starfsmennirnir, sem voru á leið heim í jólafrí, hafi lent í átökunum miðjum. Staðfest hefur verið að ráðist hafi verið á bíl þeirra og kveikt í honum en óljóst er hvað varð um fólkið. Dómsuppkvaðningu í málum gegn Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hefur verið frestarð fram í janúar.AP Photo/Peter Dejong Bæjarbúi í Mo So lýsti því í samtali við fréttastofu AP að hann hafi séð starfsmennina flýja átökin milli stjórnarandstæðinga og hersins á föstudag. Þeir hafi svo verið myrtir eftir að stjórnarherinn handtók þá við að reyna að komast í flóttamannabúðir nærri bænum. Þá greina erlendir fjölmiðlar frá því að réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hafi verið frestað fram í janúar. Suu Kyi var handtekinn af herforingjastjórninni í febrúar, þegar hún rændi völdum, og hefur síðan verið ákærð fyrir tugi lögbrota. Kveða átti upp dóm í tveimur málum gegn henni í dag, annars vegar fyrir að hafa haft í fórum sínum ólöglegar talstöðvar. Verði Suu Kyi sakfelld fyrir allt það sem hún hefur verið ákærð fyrir gæti hún átt yfir höfði sér meira en 100 ár í fangelsi en hún hefur neitað allri sök og sagt ákærurnar pólitískar.
Mjanmar Tengdar fréttir Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34
Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15
Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35