Janus Daði hafði betur í Íslendingaslag | Gummersbach jók forskot sitt á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2021 16:36 Janus Daði Smárason átti góðan dag í liði Göppingen. Harry Langer/DeFodi Images via Getty Images Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur efstu deildum þýska handboltans í tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka. Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen tóku á móti Viggó Kristjánssyni og félögum í Stuttgart. Heimamenn í Göppingen tóku forystuna snemma og náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik. Liðið hélt forystunni út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-13, Göppingen í vil. Gestirnir frá Stuttgart minnkuðu muninn niður í tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og munurinn var so kominn niður í eitt mark þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Viggó og félagar náðu svo loks að jafna þegar um sjö mínútur lifðu leiks. Heimamenn í Göppingen náðu þriggja marka forskoti á ný, en gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu aftur þegar ein og hálf mínúta var eftir. Viggó og félagar fóru þá illa að ráði sínu og niðurstaðan varð tveggja marka sigur Göppingen, 34-32. Sigurinn lyfti Göppingen upp að hlið Wetzlar í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 18 leiki, en Wetzlar hefur leikið einum leik minna. Stuttgart situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með níu stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Göppingen, en í liði Stuttgart var Viggó með fimm. 60' | Was ein Krimi! Wir gewinnen das Derby mit 34:32 🙌 #FAGTVB #zamma— FRISCH AUF! Göppingen (@FRISCHAUFGP) December 26, 2021 Þá fór Íslendingalið Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar í heimsókn til Coburg í þýsku B-deildinni á sama tíma. Gummersbach er án Hákons Daða Styrmissonar sem sleit krossband á dögunum, en það kom ekki í veg fyrir góðan tveggja marka sigur liðsins, 35-37. Óðinn Þór Ríkharðsson var atkvæðamikill í liði Gummersbach með sex mörk og Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö. Gummersbach er nú með fimm stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar. Liðið er með 30 stig eftir 19 leiki, 16 stigum meira en Coburg sem situr í 12. sæti deildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen tóku á móti Viggó Kristjánssyni og félögum í Stuttgart. Heimamenn í Göppingen tóku forystuna snemma og náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik. Liðið hélt forystunni út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-13, Göppingen í vil. Gestirnir frá Stuttgart minnkuðu muninn niður í tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og munurinn var so kominn niður í eitt mark þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Viggó og félagar náðu svo loks að jafna þegar um sjö mínútur lifðu leiks. Heimamenn í Göppingen náðu þriggja marka forskoti á ný, en gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu aftur þegar ein og hálf mínúta var eftir. Viggó og félagar fóru þá illa að ráði sínu og niðurstaðan varð tveggja marka sigur Göppingen, 34-32. Sigurinn lyfti Göppingen upp að hlið Wetzlar í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 18 leiki, en Wetzlar hefur leikið einum leik minna. Stuttgart situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með níu stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Göppingen, en í liði Stuttgart var Viggó með fimm. 60' | Was ein Krimi! Wir gewinnen das Derby mit 34:32 🙌 #FAGTVB #zamma— FRISCH AUF! Göppingen (@FRISCHAUFGP) December 26, 2021 Þá fór Íslendingalið Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar í heimsókn til Coburg í þýsku B-deildinni á sama tíma. Gummersbach er án Hákons Daða Styrmissonar sem sleit krossband á dögunum, en það kom ekki í veg fyrir góðan tveggja marka sigur liðsins, 35-37. Óðinn Þór Ríkharðsson var atkvæðamikill í liði Gummersbach með sex mörk og Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö. Gummersbach er nú með fimm stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar. Liðið er með 30 stig eftir 19 leiki, 16 stigum meira en Coburg sem situr í 12. sæti deildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni