„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. desember 2021 12:32 Ekki hefur orðið vart við kviku í Geldingadölum síðan 18. september, en þann dag hófst gos á La Palma. Þremur dögum eftir að gosinu lauk á La Palma hófst skjálftahrina á Reykjanesi að nýju. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. Stjórnvöld á Spáni lýstu formlega yfir goslokum á La Palma í gær, en ekki hefur gosið þar síðan 18. desember. Þremur dögum síðar, eða 21. desember, hófst skjálftahrinan á Reykjanesi og óvissustigi var lýst yfir í framhaldinu. Nú hefur ekki gosið í Fagradalsfjalli síðan 18. september, en þann sama dag hófst gosið á La Palma. Salóme segir þetta merkilega staðreynd en að engin tenging sé þarna á milli. Þó að gosinu sé lokið er staðan á þeim hluta eyjunnar þar sem gosið reið yfir afar slæm. Þessi mynd var tekin í lok nóvember, þegar gosið var enn í fullu fjöri.Vísir/Getty Líkt og komið hefur fram er útlit fyrir að kvika sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Ekkert lát er á skjálftahrinunni en um fimmtán þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan á þriðjudag. Íbúar á suðvesturhorninu vöknuðu margir við kröftuga skjálfta um fimmleytið í morgun, sá fyrri var 3,6 að stærð og seinni 3,3 að stærð. „Það má vænta þess að hann hafi fundist á öllu suðvesturhorninu. Grindvíkingar hafa fundið töluvert mikið fyrir þessu og ég býst að þannig hafi það líka verið í Reykjanesbæ,“ segir Salóme. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos á La Palma Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Sjá meira
Stjórnvöld á Spáni lýstu formlega yfir goslokum á La Palma í gær, en ekki hefur gosið þar síðan 18. desember. Þremur dögum síðar, eða 21. desember, hófst skjálftahrinan á Reykjanesi og óvissustigi var lýst yfir í framhaldinu. Nú hefur ekki gosið í Fagradalsfjalli síðan 18. september, en þann sama dag hófst gosið á La Palma. Salóme segir þetta merkilega staðreynd en að engin tenging sé þarna á milli. Þó að gosinu sé lokið er staðan á þeim hluta eyjunnar þar sem gosið reið yfir afar slæm. Þessi mynd var tekin í lok nóvember, þegar gosið var enn í fullu fjöri.Vísir/Getty Líkt og komið hefur fram er útlit fyrir að kvika sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Ekkert lát er á skjálftahrinunni en um fimmtán þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan á þriðjudag. Íbúar á suðvesturhorninu vöknuðu margir við kröftuga skjálfta um fimmleytið í morgun, sá fyrri var 3,6 að stærð og seinni 3,3 að stærð. „Það má vænta þess að hann hafi fundist á öllu suðvesturhorninu. Grindvíkingar hafa fundið töluvert mikið fyrir þessu og ég býst að þannig hafi það líka verið í Reykjanesbæ,“ segir Salóme.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos á La Palma Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Sjá meira