Fimmfaldur heimsmeistari úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 23:10 Raymond van Barneveld er úr leik á heimsmeistaramótin í pílukasti. Luke Walker/Getty Images Fimmfaldi heimsmeistarinn Raymond van Barneveld, eða Barney, er úr leik á HM í pílu eftir 3-1 tap gegn heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross. Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin. Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin.
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira