Alan Soutar kom til baka og sló hinn blíða úr leik | De Sousa bjargaði sér fyrir horn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 17:21 Alan Soutar mætir José de Sousa í 32-manna úrslitum. Luke Walker/Getty Images Skotinn Alan Soutar snéri taflinu við og vann 3-2 sigur gegn Mensur „The Gentle“ Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag. Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira