Vanræksla í æsku og grípa hefði þurft mun fyrr inn í Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2021 15:05 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm 22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot og rán. Héraðsdómur segir nauðsynlegt að maðurinn leiti sér aðstoðar en hann glímir meðal annars við neysluvanda og persónuleikaröskun vegna ítrekaðra áfalla í æsku. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa átján ára gamall haft ítrekað kynferðismök við tæplega fimmtán ára stúlku. Þannig hefði hann haft kynferðisbrot gegn barni. Fram kom í dómnum að þau hefðu verið par og búið yfir sumarið 2017 á heimili foreldra stúlkunnar en þau voru þá kærustupar. Fékk hann að búa á heimilinu með leyfi foreldranna. Hann bar því við fyrir dómnum að hafa talið stúlkuna verið orðna 15 ára og þannig náð kynferðilegum lögaldri. Dómurinn taldi ósennilegt að hann hefði ekki vitað um aldur stúlkunnar og hefði mátt vita það. Jafnvel þótt stúlkan væri bráðþroska. Hefði hann látið sér í léttu rúmi liggja hver aldur stúlkunnar væri. Var hann sakfelldur og dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í bætur. Rán og brot gegn blygðunarsemi Var karlmaðurinn einnig ákærður fyrir rán í Hafnarfirði í febrúar 2020 með því að hafa veist að manni vopnaður hníf, tekið hálstaki og tekið af honum BOSE-heyratól og svarta hettupeysu. Hlaut þolandinn átta rispur á hálsi auk annarra eymsla. Karlmaðurinn játaði brot sitt. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi stúlku á gistiheimili árið 2018 með því að taka upp myndskeið af henni hafa munnmök við hann og dreifa myndskeiðinu á Snapchat. Karlmaðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekkert kannast við atvik málsins. Var það í andstöðu við afdráttarlausan framburð hjá lögreglu þar sem hann viðurkenndi í frjálsri frásögn að hafa bæði tekið upp myndband og sent það áfram. Framburður stúlkunnar var trúverðugur og viðbrögð hennar sýndu hve misboðið henni var. Dómurinn mat breyttan framburð karlmannsins ótrúverðugan og í andstöðu við sönnunargögn. Karlmaðurinn lýsti því að hann myndi atvik illa enda verið í neyslu á umræddum tíma. Dómurinn taldi það sennilegt í ljósi atvika. Á svipuðum aldri Við mat á refsingu leit dómurinn til þess að samkvæmt lögum má lækka refsingu eða láta niður falla í kynferðisbrotamálum er varðar börn þegar gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi. Bæði skilyrði voru uppfyllt í þessu tilfelli að mati dómsins og ekki aðstöðumunur á ákærða og brotaþola í skilningi laganna. Var refsing hans felld niður í þessu máli. Varðandi blygðunarsemina leit dómurinn til þess að karlmaðurinn braut gegn kynferðislegri friðhelgi stúlkunnar og sjálfsákvörðunarrétti. Kæra var lögð fram í september 2018 en rannsókn málsins dróst meðal annars vegna þess að héraðssaksóknari endursendi málið til frekar rannsóknar. Þá var sakarefnið víðtækara. Ákæra var ekki gefin út fyrr en vorið 2021 og verður ákærða ekki kennt um seinaganginn, segir í dómnum. Með hliðsjón af þessu var refsing karlmannsins ákveðin tíu mánuðir í fangelsi en refsingu var frestað. Horft var til ungs aldurs og þess að hann hefur ekki áður verið dæmdur. Áföll í æsku Þá víkur dómurinn að aðstæðum karlmannsins sem þarfnist aðstoðar til að sporna gegn því að hann brjóti af sér á ný. Mun fyrr hefði þurft að grípa inn í atferli hans með markvissum stuðningi, meðferð og aðhaldi. Í ítarlegri matsgerð dómskvadds sálfræðings var vikið að vitsmunaþroska karlmannsins, ADHD-greiningu hans og fíkniefnaánetjun. Hann sé einnig með langtíma áfallastreituröskun vegna vanrækslu og ofbeldis í æsku sem hafi þróast í meiri persónuleikavanda. Ítrekuð tengslarof í æsku hafi valdið tengslaröskun sem hafi háð honum mjög. Allt hans félagslega umhverfi og stuðningur sé takmarkaður og sumpart skaðlegur. Karlmaðurinn hafi vegna aðstæðna sinna engan meðferðarlækni og af sömu ástæðum hafi hann ekki fengið nauðsynleg lyf. Telur dómurinn æskilegt og beinlínis nauðsynlegt að ákærði sæki sér sérhæfða aðstoð svo sem hjá sálfræðihópnum Taktu skrefið. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa átján ára gamall haft ítrekað kynferðismök við tæplega fimmtán ára stúlku. Þannig hefði hann haft kynferðisbrot gegn barni. Fram kom í dómnum að þau hefðu verið par og búið yfir sumarið 2017 á heimili foreldra stúlkunnar en þau voru þá kærustupar. Fékk hann að búa á heimilinu með leyfi foreldranna. Hann bar því við fyrir dómnum að hafa talið stúlkuna verið orðna 15 ára og þannig náð kynferðilegum lögaldri. Dómurinn taldi ósennilegt að hann hefði ekki vitað um aldur stúlkunnar og hefði mátt vita það. Jafnvel þótt stúlkan væri bráðþroska. Hefði hann látið sér í léttu rúmi liggja hver aldur stúlkunnar væri. Var hann sakfelldur og dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í bætur. Rán og brot gegn blygðunarsemi Var karlmaðurinn einnig ákærður fyrir rán í Hafnarfirði í febrúar 2020 með því að hafa veist að manni vopnaður hníf, tekið hálstaki og tekið af honum BOSE-heyratól og svarta hettupeysu. Hlaut þolandinn átta rispur á hálsi auk annarra eymsla. Karlmaðurinn játaði brot sitt. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi stúlku á gistiheimili árið 2018 með því að taka upp myndskeið af henni hafa munnmök við hann og dreifa myndskeiðinu á Snapchat. Karlmaðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekkert kannast við atvik málsins. Var það í andstöðu við afdráttarlausan framburð hjá lögreglu þar sem hann viðurkenndi í frjálsri frásögn að hafa bæði tekið upp myndband og sent það áfram. Framburður stúlkunnar var trúverðugur og viðbrögð hennar sýndu hve misboðið henni var. Dómurinn mat breyttan framburð karlmannsins ótrúverðugan og í andstöðu við sönnunargögn. Karlmaðurinn lýsti því að hann myndi atvik illa enda verið í neyslu á umræddum tíma. Dómurinn taldi það sennilegt í ljósi atvika. Á svipuðum aldri Við mat á refsingu leit dómurinn til þess að samkvæmt lögum má lækka refsingu eða láta niður falla í kynferðisbrotamálum er varðar börn þegar gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi. Bæði skilyrði voru uppfyllt í þessu tilfelli að mati dómsins og ekki aðstöðumunur á ákærða og brotaþola í skilningi laganna. Var refsing hans felld niður í þessu máli. Varðandi blygðunarsemina leit dómurinn til þess að karlmaðurinn braut gegn kynferðislegri friðhelgi stúlkunnar og sjálfsákvörðunarrétti. Kæra var lögð fram í september 2018 en rannsókn málsins dróst meðal annars vegna þess að héraðssaksóknari endursendi málið til frekar rannsóknar. Þá var sakarefnið víðtækara. Ákæra var ekki gefin út fyrr en vorið 2021 og verður ákærða ekki kennt um seinaganginn, segir í dómnum. Með hliðsjón af þessu var refsing karlmannsins ákveðin tíu mánuðir í fangelsi en refsingu var frestað. Horft var til ungs aldurs og þess að hann hefur ekki áður verið dæmdur. Áföll í æsku Þá víkur dómurinn að aðstæðum karlmannsins sem þarfnist aðstoðar til að sporna gegn því að hann brjóti af sér á ný. Mun fyrr hefði þurft að grípa inn í atferli hans með markvissum stuðningi, meðferð og aðhaldi. Í ítarlegri matsgerð dómskvadds sálfræðings var vikið að vitsmunaþroska karlmannsins, ADHD-greiningu hans og fíkniefnaánetjun. Hann sé einnig með langtíma áfallastreituröskun vegna vanrækslu og ofbeldis í æsku sem hafi þróast í meiri persónuleikavanda. Ítrekuð tengslarof í æsku hafi valdið tengslaröskun sem hafi háð honum mjög. Allt hans félagslega umhverfi og stuðningur sé takmarkaður og sumpart skaðlegur. Karlmaðurinn hafi vegna aðstæðna sinna engan meðferðarlækni og af sömu ástæðum hafi hann ekki fengið nauðsynleg lyf. Telur dómurinn æskilegt og beinlínis nauðsynlegt að ákærði sæki sér sérhæfða aðstoð svo sem hjá sálfræðihópnum Taktu skrefið. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira