Spáð er svipuðu veðri á morgun. Nánast engin úrkoma er í spám fyrir suðvestur- og vesturland næstu daga og eru því líkurnar yfirgnæfandi að jólin verði rauð á þeim slóðum.
Annars staðar verður einhver minniháttar éljagangur en hvort hann dugi til að hylja landið hvítu teppi er alls óvíst.
„Reglan um hvort jól séu hvít eða rauð fyrir Reykjavík er gerð kl. 9 á jóladagsmorgun og er þá metið hvort jörð sé auð, flekkótt eða hvít,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (Þorláksmessa): Austlæg átt, 5-10 m/s, en 10-15 syðst. Dálítil él við SA og A-ströndina, en annars bjart með köflum. Víða vægt frost.
Á föstudag (aðfangadagur jóla): Austanátt, allhvöss og dálítil él syðst, en annars mun hægari breytileg átt, bjart með köflum og herðir frost.
Á laugardag (jóladagur) og sunnudag (annar í jólum): Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él, en úrkomulaust að kalla SV-lands og fremur kalt í veðri.
Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt, úrkomulítið og talsvert frost, en mildara vestast.