Glódís Perla hóf leik í hjarta varnarinnar hjá Bayern sem var í heimsókn hjá Werder Bremen.
Maxi Rall kom Bayern í forystu á níundu mínútu og var staðan enn 0-1 þegar Karólína Lea kom inn af varamannabekknum hjá Bayern á 64.mínútu.
Bayern tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar hin japanska Saki Kumagai skoraði og gulltryggði Bayern 0-2 sigur.
Með sigrinum varð það ljóst að Bayern verður á toppnum yfir jólahátíðina.