Magdeburg hafði þriggja marka sigur, 24-27, og er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.
Ómar Ingi er allt í öllu í sóknarleik liðsins og hann var markahæsti maður vallarins með sjö mörk úr sjö skotum. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark úr fjórum skotum fyrir Magdeburg.
Í liði Bergischer var Arnór Þór Gunnarsson á sínum stað en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum.