Hinn 29 ára gamli Caulker á einn A-landsleik að baki fyrir enska landsliðið en hann hefur ný skipt um ríkisfang og fengið leyfi frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu fyrir því að spila með Síerra Leóne en þaðan kemur föðurafi Caulker.
Caulker hefur leikið með liðum á borð við Tottenham, QPR, Southampton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en leikur nú í tyrknesku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða góðan liðsstyrk fyrir Síerra Leóne fyrir Afríkukeppnina sem fram fer í Kamerún í upphafi nýs árs.
Kwame Quee sem getið hefur af sér gott orð í íslenskum fótbolta á undanförnum árum hefur verið í landsliðshópi Síerra Leóne að undanförnu en ekki er búið að opinbera lokahópinn fyrir Afríkukeppnina.
Former England international Steven Caulker is now eligible to play for Sierra Leone and could be selected for next month's Africa Cup of Nations in Cameroon.
— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2021
More #bbcfootball