Gerrard var til viðtals á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Burnley sem fram fer í dag. Hann sagði meðal annars:
„Akkúrat á þessum tímapunkti erum við í stöðu til þess að spila leikinn og erum undirbúnir til þess. Þetta er viðkvæm staða og við erum einhvernvegin alltaf að bíða eftir niðurstöðu úr prófunum“.
Gerrard sagði líka að nokkrir í hópnum og starfsliðinu hefðu smitast á síðustu dögum en hann vonaði að það væri ekki að aukast.
„Það hafa komið upp smit hjá starfsliðinu og smit hjá leikmönnum og þetta er vandamál fyrir deildina, við viljum samt allir sama hlutinn og það er að deildin haldi áfram. Ég mun vera í sambandi við Sean [Dyche] og ef eitthvað breytist verðum við í sambandi og deildin þarf að ákveða næstu skref“.
Steven Gerrard: Footballers should never be expected to play within two days. Playing on the 26th and 28th of December isn t right. When you take Covid into account I don t think it should happen. I hope common sense prevails.
— Melissa Reddy (@MelissaReddy_) December 17, 2021
Gerrard er samt ekki ánægður með að þurfa að spila svona þétt um hátíðarnar en það er leikur hjá hans mönnum bæði 26. og 28. desember.
„Að spila á tveggja daga fresti er ekki gott. Þegar þú tekur svo veiruna með inn í reikninginn þá ætti það ekki að gerast. Vonandi sigrar skynsemin í þessu máli“.