Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 22:44 Málaferli um myndböndin sem tekin voru af forsvarsmönnum GirlsDoPorn hafa staðið yfir um árabil. EPA/JIM LO SCALZO Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum. Þetta var niðurstaða alríkisdómara í Bandaríkjunum í gær en hún nær yfir fleiri en fjögur hundruð fórnarlömb forsvarsmanna síðnanna, sem hefur verið lokað. Í frétt BBC segir að Ruben Andre Garcia, einn eiganda síðnanna, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi í sumar fyrir að þvinga konur til að framleiða klámefni. Áhugasamir geta lesið tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um dóm Garcia. Hér má svo finna tilkynningu um úrskurð gærdagsins. Svöruðu auglýsingum um hefðbundin fyrirsætustörf Um er að ræða ungar konur sem svöruðu auglýsingum um fyrirsætustörf en í netsamskiptum var þeim boðinn há fjárhæð fyrir að gera klámmyndband sem þeim var sagt að yrði aldrei sett í almenna birtingu heldur selt einkaaðilum eða birt á DVD-diskum. Konurnar voru einnig settar í samband við aðrar konur sem þóttust hafa tekið sama boði áður og staðhæfðu að þær hefðu gaman af því að taka upp þessi myndbönd. Samkvæmt frétt Gizmodo fluttu forsvarsmenn síðnanna konurnar til Sand Diego til að taka upp myndböndin. Þegar á hólminn var komið og einhverjar reyndu að hætta við sögðu þær mennina hafa meðal annars hótað þeim lögsóknum og í þeim tilfellum þar sem eitthvað hafði verið tekið upp, hótuðu þeir að birta það þá netinu. Myndböndin voru svo birt víða og þar á meðal á einhverjum stærstu klámsíðum heims. Á fjórða tug kvenna höfuðuðu fyrr á árinu mál gegn eigendum Pornhub, vinsælustu klámsíðu heims, vegna myndbanda af þeim sem höfðu verið birt þar. Dómarinn í málinu komst einnig að þeirri niðurstöðu að Garcia ætti að greiða konunum átján milljónir dala í skaðabætur. Leita enn höfuðpaursins Michael James Pratt, annar forsvarsmaður GirlsDoPorn og GirlsDoToys sem er sagður hafa verið lykilmaðurinn á bakvið síðurnar, gengur enn laus og er á lista Alríkislögreglu Bandaríkjanna yfir þá aðila sem eru eftirlýstir og FBI vill hvað helst koma höndum yfir. Bandaríkin Klám Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Þetta var niðurstaða alríkisdómara í Bandaríkjunum í gær en hún nær yfir fleiri en fjögur hundruð fórnarlömb forsvarsmanna síðnanna, sem hefur verið lokað. Í frétt BBC segir að Ruben Andre Garcia, einn eiganda síðnanna, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi í sumar fyrir að þvinga konur til að framleiða klámefni. Áhugasamir geta lesið tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um dóm Garcia. Hér má svo finna tilkynningu um úrskurð gærdagsins. Svöruðu auglýsingum um hefðbundin fyrirsætustörf Um er að ræða ungar konur sem svöruðu auglýsingum um fyrirsætustörf en í netsamskiptum var þeim boðinn há fjárhæð fyrir að gera klámmyndband sem þeim var sagt að yrði aldrei sett í almenna birtingu heldur selt einkaaðilum eða birt á DVD-diskum. Konurnar voru einnig settar í samband við aðrar konur sem þóttust hafa tekið sama boði áður og staðhæfðu að þær hefðu gaman af því að taka upp þessi myndbönd. Samkvæmt frétt Gizmodo fluttu forsvarsmenn síðnanna konurnar til Sand Diego til að taka upp myndböndin. Þegar á hólminn var komið og einhverjar reyndu að hætta við sögðu þær mennina hafa meðal annars hótað þeim lögsóknum og í þeim tilfellum þar sem eitthvað hafði verið tekið upp, hótuðu þeir að birta það þá netinu. Myndböndin voru svo birt víða og þar á meðal á einhverjum stærstu klámsíðum heims. Á fjórða tug kvenna höfuðuðu fyrr á árinu mál gegn eigendum Pornhub, vinsælustu klámsíðu heims, vegna myndbanda af þeim sem höfðu verið birt þar. Dómarinn í málinu komst einnig að þeirri niðurstöðu að Garcia ætti að greiða konunum átján milljónir dala í skaðabætur. Leita enn höfuðpaursins Michael James Pratt, annar forsvarsmaður GirlsDoPorn og GirlsDoToys sem er sagður hafa verið lykilmaðurinn á bakvið síðurnar, gengur enn laus og er á lista Alríkislögreglu Bandaríkjanna yfir þá aðila sem eru eftirlýstir og FBI vill hvað helst koma höndum yfir.
Bandaríkin Klám Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira