Hallardrottningin mætir til leiks á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2021 10:00 Fallon Sherrock er gríðarlega vinsæl. getty/Jordan Mansfield Fallon Sherrock, sem sló svo eftirminnilega í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti 2020, mætir aftur á fjalir Alexandra hallarinnar í London í kvöld. Þá mætir hún reynsluboltanum Steve Beaton. Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira