Sport

HM í pílu: Bras á heims­meistaranum sem fór þó á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Walesverjinn Gerwyn Price er ríkjandi heimsmeistari. Hann byrjaði illa í kvöld en komast á endanum áfram.
Walesverjinn Gerwyn Price er ríkjandi heimsmeistari. Hann byrjaði illa í kvöld en komast á endanum áfram. Luke Walker/Getty Images

Gerwyn Price, ríkjandi heimsmeistari í pílu, er kominn í aðra umferð HM í pílu sem nú fer fram í Lundúnum. Sigur kvöldsins var þó naumari en reiknað var með.

HM í pílu hófst í kvöld. Fer mótið fram að venju í Alexandra Palace. Ally Pally, í Lundúnum. Fjórar viðureignir fóru fram í kvöld, var mesta spennan fyrir leik Gerwyn Price en hann mætti sigurvegaranum úr fyrsta leik kvöldsins.

Þar hafði Ritche Edhouse naumlega betur gegn Peter Hudson, 3-2 og Edhouse mætti því ríkjandi heimsmeistara í síðasta leik fyrstu kvöldsins.

Þar á milli vann Ricky Evans 3-0 sigur á Nitin Kumar og Adrian Lewis lagði Matt Campbell, 3-1.

Edhouse gerði sér síðan lítið fyrir og vann fyrsta settið gegn Price sem átti erfitt uppdráttar í upphafi. Það tók hann smá tíma að finna taktinn og gekk honum illa að hrista Edhouse af sér.

Á endanum náði meistarinn þó að setja mikilvæg köst og fór á endanum áfram eftir 3-1 sigur.

HM í pílu hófst í kvöld og lýkur ekki fyrr en 3. janúar á næsta ári. Í fyrstu tveimur umferðunum þarf að vinna þrjú sett, í næstu tveimur þarf að vinna fjögur sett. Í 8-manna úrslitum þarf að vinna fimm sett, í undanúrslitum þarf að vinna sex sett og að lokum í úrslitum þarf að vinna sjö sett.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×