Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við nýjan stjórnarformann Innheimtustofnunar sveitarfélaganna.

 Forstjóri stofnunarinnar og forstöðumaður á Ísafirði hafa verið sendir í leyfi í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar.

Þá segjum við frá nýrri skýrslu um sorpbrennslu hér á landi þar sem lagt er til að ný sorpbrennslustöð verði reist og er Álfsnesið sagt koma til greina undir starfsemina. 

Þá verður rætt við sóttvarnalækni sem þakkar góðri þátttöku í örvunarsbólusetningu því að bylgjan sé ekki á hraðri uppleið hér á landi líkt og víða annars staðar.

Einnig heyrum við í talmeinafræðingum sem fagna ákvörðun ráðherra um að fella á brott tveggja ára starfsreynsluákvæði úr rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×