Fótbolti

Hallbera gengur í raðir Kalmar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir er á leið til Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.
Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir er á leið til Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni. Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images

Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta, er á leið til nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, Kalmar.

Hallbera gengur í raðir Kalmar frá AIK sem var einni nýliði í sænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili þar sem hún var lykilmaður og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í efstu deild. AIK hafnaði í tíunda sæti deildarinnar, níu stigum frá falli.

Hallbera skrifar undir eins árs samning við Kalmar, líkt og hún gerði hjá AIK, en árið áður lék hún með Val hér á Íslandi. Þá hafði Hallbera áður einnig leikið með Piteå og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni.

Hjá Kalmar mun Hallbera hitta fyrir annan íslenskan leikmann, en Andrea Thorisson er á mála hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×