Spáir því að Clayton bræði Ísmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2021 09:00 Nú verður kátt í höllinni. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra höllinni í dag. Eins og síðustu ár verður sýnt frá mótinu á Stöð 2 Sport. Walesverjinn Gerwyn Price á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Gary Anderson, 7-3, í úrslitum í fyrra. Price hefur talað um að hann vilji drottna yfir pílunni eins og Phil Taylor gerði á árum áður en Guðni Þorsteinn Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur þjóðarinnar, telur að Ísmaðurinn, eins og Price er kallaður, standi ekki uppi sem sigurvegari að þessu sinni. Hann hefur mesta trú á öðrum Walesverja, Jonny Clayton, sem hefur leikið afar vel í ár. „Price er mjög líklegur en ég hef talað um Clayton allt árið. Í lok janúar vann hann Masters, tók úrvalsdeildina, Grand Prix, World Series og hefur verið langbestur á árinu,“ sagði Guðni í samtali við Vísi. Auk Walesverjanna tveggja nefndi hann tvo fyrrverandi heimsmeistara, Peter Wright og Michael van Gerwen, sem líklega sigurvegara á HM. Wright varð heimsmeistari 2020 en Van Gerwen 2014, 2017 og 2019. Van Gerwen hefur ekki átt neitt sérstakt ár og féll út í átta manna úrslitum á HM í fyrra. Guðni segir þó að aldrei megi vanmeta Hollendinginn, sérstaklega ef hann nær sér á flug. En það sem flækir málin fyrir Van Gerwen er að hann er í erfiðasta hluta keppninnar. Meðal kappa í þessum hluta eru fjórir fyrrverandi heimsmeistarar; Gary Anderson, Adrian Lewis, Raymond van Barneveld og Rob Cross. Enginn ræður við Van Gerwen í ham „Van Gerwen verður að teljast líklegastur í þessum hluta en hann hefur ekki verið neitt sérstakur og held að hann hafi ekki unnið titil á árinu. Hann hefur verið í lægð en ég myndi aldrei útiloka hann. Þegar hann vaknar ræður enginn við hann,“ sagði Guðni. Guðni Þorsteinn Guðjónsson er með þeim fróðari um pílukast.úr einkasafni Hann á von á frábæru móti í ár. „Núna verður full höll alla daga og ég held við fáum eitt besta heimsmeistaramót í langan tíma. Það eru svo margir góðir keppendur. Gæðin eru orðin svo mikil.“ Gæti mætt heimsmeistaranum Ein af stjörnum heimsmeistaramótsins 2020, Fallon Sherrock, mætir aftur til leiks eftir að hafa misst af HM í fyrra. Í 1. umferðinni mætir hún Steve Beaton. Hinn bronsaði Adonis er goðsögn í sportinu en hann er að taka þátt á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. „Hún á eftir að vinna hann og ef hún gerir það mætir hún Kim Huybrechts í næstu umferð. Hún getur vel unnið hann og þá mætir hún að öllum líkindum Price í 3. umferð,“ sagði Guðni um Sherrock sem sló í gegn þegar hún vann Ted Evetts og Mensur Suljovic á HM 2020. „Það hefur alltaf verið einhver ótrúlegur sigur. Eins og með Fallon Sherrock. Fyrir tveimur árum hefði enginn trúað því að hún myndi vinna Mensur Suljovic en svo gerði hún það aftur í Grand Slam um daginn og gjörsamlega pakkaði honum saman. Það getur allt gerst.“ Guðni segir að það muni hjálpa Sherrock mikið að áhorfendur verði í Alexandra höllinni, eða Ally Pally eins og hún er oft kölluð. „Algjörlega, hún er rosalega vinsæl. Öll höllin verður með henni,“ sagði Guðni að lokum. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Leikir dagsins Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Gary Anderson, 7-3, í úrslitum í fyrra. Price hefur talað um að hann vilji drottna yfir pílunni eins og Phil Taylor gerði á árum áður en Guðni Þorsteinn Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur þjóðarinnar, telur að Ísmaðurinn, eins og Price er kallaður, standi ekki uppi sem sigurvegari að þessu sinni. Hann hefur mesta trú á öðrum Walesverja, Jonny Clayton, sem hefur leikið afar vel í ár. „Price er mjög líklegur en ég hef talað um Clayton allt árið. Í lok janúar vann hann Masters, tók úrvalsdeildina, Grand Prix, World Series og hefur verið langbestur á árinu,“ sagði Guðni í samtali við Vísi. Auk Walesverjanna tveggja nefndi hann tvo fyrrverandi heimsmeistara, Peter Wright og Michael van Gerwen, sem líklega sigurvegara á HM. Wright varð heimsmeistari 2020 en Van Gerwen 2014, 2017 og 2019. Van Gerwen hefur ekki átt neitt sérstakt ár og féll út í átta manna úrslitum á HM í fyrra. Guðni segir þó að aldrei megi vanmeta Hollendinginn, sérstaklega ef hann nær sér á flug. En það sem flækir málin fyrir Van Gerwen er að hann er í erfiðasta hluta keppninnar. Meðal kappa í þessum hluta eru fjórir fyrrverandi heimsmeistarar; Gary Anderson, Adrian Lewis, Raymond van Barneveld og Rob Cross. Enginn ræður við Van Gerwen í ham „Van Gerwen verður að teljast líklegastur í þessum hluta en hann hefur ekki verið neitt sérstakur og held að hann hafi ekki unnið titil á árinu. Hann hefur verið í lægð en ég myndi aldrei útiloka hann. Þegar hann vaknar ræður enginn við hann,“ sagði Guðni. Guðni Þorsteinn Guðjónsson er með þeim fróðari um pílukast.úr einkasafni Hann á von á frábæru móti í ár. „Núna verður full höll alla daga og ég held við fáum eitt besta heimsmeistaramót í langan tíma. Það eru svo margir góðir keppendur. Gæðin eru orðin svo mikil.“ Gæti mætt heimsmeistaranum Ein af stjörnum heimsmeistaramótsins 2020, Fallon Sherrock, mætir aftur til leiks eftir að hafa misst af HM í fyrra. Í 1. umferðinni mætir hún Steve Beaton. Hinn bronsaði Adonis er goðsögn í sportinu en hann er að taka þátt á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. „Hún á eftir að vinna hann og ef hún gerir það mætir hún Kim Huybrechts í næstu umferð. Hún getur vel unnið hann og þá mætir hún að öllum líkindum Price í 3. umferð,“ sagði Guðni um Sherrock sem sló í gegn þegar hún vann Ted Evetts og Mensur Suljovic á HM 2020. „Það hefur alltaf verið einhver ótrúlegur sigur. Eins og með Fallon Sherrock. Fyrir tveimur árum hefði enginn trúað því að hún myndi vinna Mensur Suljovic en svo gerði hún það aftur í Grand Slam um daginn og gjörsamlega pakkaði honum saman. Það getur allt gerst.“ Guðni segir að það muni hjálpa Sherrock mikið að áhorfendur verði í Alexandra höllinni, eða Ally Pally eins og hún er oft kölluð. „Algjörlega, hún er rosalega vinsæl. Öll höllin verður með henni,“ sagði Guðni að lokum. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Leikir dagsins Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson
Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti