Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap.
Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?
Allan daginn sem Elf.
Hver er þín uppáhalds jólaminning?
Jólin 1986, þegar allir bræðurnir ásamt fjölskyldum mættu heim á Egilsstaði. Minnir á opnunaratriðið í Home Alone.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Fjarstýrður bíll sem ég sá með að opna pakkann daginn fyrir aðfangadag. Fæ ennþá samviskubit yfir að hafa kíkt í pakkann.
Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Hef aldrei fengið slæma jólagjöf.
Hver er uppáhalds jólahefðin þín?
Jólamandlan er í uppáhaldi.
Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?
It's beginning to look a lot like Christmas
Hver er þín uppáhalds jólamynd?
Love Actually
Hvað borðar þú á aðfangadag?
Graut, rjúpu, hreindýralund og jólaís, heimagerður.
Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár?
Hvítra jóla og samverustunda með fjölskyldunni. Og góða bók.
Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?
Aðfangadagsmorgun þegar ég byrja að dudda í eldhúsinu og allir vakna til lífsins.
Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?
Við ætlum að fara á Jómfrúnna og síðan á Jólatónleika með Baggalút, það verður gaman.
Eitthvað annað skemmtilegt sem þú vilt koma á framfæri?
Jólagjöfin í ár er samverustund með fjölskyldunni, hún fæst á www.minigardurinn.is