ÍBV staðfesti komu Andra Rúnars í dag en Bolvíkingurinn skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. Hann flytur til Vestmannaeyja í janúar.
Andri lék síðast á Íslandi með Grindavík árið 2017 og jafnaði þá markametið með því að skora 19 mörk.
Hann varð svo einnig markakóngur í sænsku 1. deildinni sem leikmaður Helsingborg árið 2018.
Andri fór frá Helsingborg til þýska stórliðsins Kaiserslautern en náði ekki að stimpla sig þar inn. Þessi 31 árs gamli framherji hefur svo verið hjá Esbjerg í Danmörku frá því í ágúst í fyrra.
ÍBV verður nýliði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og mun leika undir stjórn nýs þjálfara, Hermanns Hreiðarssonar, sem sneri aftur til Eyja eftir að Helgi Sigurðsson ákvað að flytja aftur í höfuðborgina.