Dregið var í sextán liða úrslitin í dag og spænska stórliðið lenti á móti öðru stórliði frá Ítalíu.
Barcelona dróst nefnilega á móti ítalska félaginu Napoli þegar dregið var í sextán liða úrslitin.
Napoli er eins og er í fjórða sæti ítölsku deildarinnar.
Þetta eru einmitt félögin tvö sem gerðu bæði Diego Maradona að dýrasta knattspyrnumanni heims á sínum tíma.
Barcelona vs Napoli #UELdraw | #UEL pic.twitter.com/vDfLUJtcKa
— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 13, 2021
Evrópudeildin gæti verið sérstaklega mikilvæg fyrir Barcelona því lítið gengur í deildinni heima fyrir þar sem Börsungar sitja nú í áttunda sæti.
Sigurvegari Evrópudeildarinnar fær eins og kunnugt er sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Dortmund, sem ætlaði sér líka miklu meira en þriðja sætið í sínum Meistaradeildarriðli, lenti á móti skoska liðinu Rangers.
- Drátturinn í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar:
- Barcelona - Napoli
- Atalanta - Olympiakos
- Sevilla - Dinamo Zagreb
- RB Leipzig - Real Sociedad
- Porto - Lazio
- Sheriff - Braga
- Dortmund - Rangers
- Zenit - Real Betis