Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 11:15 Til stóð að námurnar yrðu ekki langt frá bænum Narsaq. Getty Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet. Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet.
Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent