Búið að virkja samhæfingarstöð vegna öryggisveikleika sem gæti verið sá stærsti á seinni tímum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 16:38 Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri Syndis. Vísir/Baldur Hrafnkell Alvarlegur öryggisveikleiki sem uppgötvaðist þann 9.desember hefur nú þegar haft víðtæk áhrif um allan heim. Netöryggissveitin CERT-IS hefur virkjað samhæfingarstöð hér á landi vegna málsins. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum. Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum.
Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira