Daníel var fæddur árið 1990 og slasaðist alvarlega fyrir utan heimili sitt í Kópavogi föstudaginn 2. apríl. Í ákærunni segir að Daníel hafi haldið með báðum höndum í rúðu á bíl sem sá ákærði ók og dregist eða hlaupið með bílnum tæpa fjórtán metra áður en hann féll í jörðina. Bílnum ók maðurinn á um 15 til 20 kílómetra hraða.
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald strax sömu helgi og Daníel lést vegna rannsóknarhagsmuna. Hann var síðar úrskurðaður í farbann en þrátt fyrir það tókst honum að fara úr landi og þurfti að gefa út evrópska handtökuskipun til að koma honum aftur til landsins.
Er maðurinn til vara ákærður fyrir hættubrot og fyrir að hafa látið farast fyrir að koma Daníel til bjargar. RÚV greinir fyrst frá.
Fram kemur í ákæru að þegar Daníel hafi fallið í jörðina hafi maðurinn ekið í burtu án þess að kanna líðan Daníels. Telur héraðssaksóknari að það hafi stofnaði lífi Daníels og heilsu í augljósa hættu en hann lést á sjúkrahúsi daginn eftir vegna höfuðáverka sem hann hlaut af.
Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á alvarleika áverka Daníels og að hann hafi látist af slysförum. Fjölskylda Daníels fer fram á fimmtán milljónir í miskabætur.