Sport

Dagskráin í dag: Olís-deildin, Subway-deildin, golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Selfyssingar fara í Kaplakrika í kvöld þar sem heimamenn í FH bíða þeirra.
Selfyssingar fara í Kaplakrika í kvöld þar sem heimamenn í FH bíða þeirra. Vísir/Hulda Margrét

Alls eru sex beinar útsendingar í boði á sportrásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld. Þar á meðal eru tveir leikir í Olís-deild karla í handbolta og einn í Subway-deild karla í körfubolta.

Dagurinn byrjar hins vegar á golfi. Klukkan 17:00 hefst bein útsending frá QBE Shark Shootout á Stöð 2 Golf, en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Frá lukkan 17:50 verður Stöð 2 Sport 4 í Kaplakrika þar sem heimamenn í FH taka á móti Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta. Stöð 2 Sport 4 færir sig svo reyndar í TM-Höllina í Garðabæ að þeim leik loknum og fylgist þar með viðureign Stjörnunnar og Aftureldingar.

Klukkan 20:00 hefst svo bein útsending frá leik Keflavíkur og Tindastóls í Subway deild karla í körfubolta á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum er Subway Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem okkar fremstu sérfræðingar fara yfir allt það helsta úr liðinni umferð.

Rafíþróttirnar láta sig ekki vanta á þessu fína föstudagskvöldi, en Vodafonedeildin í CS:GO heldur áfram klukkan 20:15 á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×