Alfreð lærði af austur-þýskum sérfræðingi með vafasama fortíð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi undanfarin 24 ár. getty/Sascha Klahn Þegar Alfreð Gíslason þjálfaði Magdeburg í Þýskalandi starfaði hann meðal annars með þekktum prófessor sem átti sér vafasama fortíð. Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð. Þýski handboltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð.
Þýski handboltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira