Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2021 11:06 Þó andlitin sem eru efst á bóksölulista séu kunnugleg, konungur og drottning íslenska krimmans, þá er ekki allt sem sýnist því Arnaldur er ekki með glæpasögu að þessu sinni eins og Yrsa. Og þjóðin elskar glæpasöguna.. Þetta gæti þýtt að mjórra verði á munum en oftast áður. Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. En samkvæmt heimildum Vísis er mjótt er á mununum á milli hans og Yrsu Sigurðardóttur. Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi stöðu sinni sem mest seldi höfundurinn og takist að leiða lesendur sína frá spennusagnafrominu yfir í bókmenntirnar, en hann er með sögulega skáldsögu að þessu sinni. Eða hvort Yrsa, og þar með glæpasagan, nái yfirhöndinni á lokametrunum. Hástökkvari vikunnar verður að teljast gamla brýnið Guðni Ágústsson. Sem farið hefur mikinn með sinni sérstæðu röddu og áherslum í útvarpsauglýsingum. Hann náði ekki inn á topp 20 listann fyrir viku en stekkur nú rakleiðis upp í 8. sæti aðallistans. Hann blandar sér þar með í keppnina um svarta folann en áður hefur verið nefnt til sögunnar þær Anítu, Kristínu og Rósu með bók sína Fjárfestingar. Sú bók fellur nú úr 8. sæti og niður í 16. sæti. Enn er þetta að teikna sig upp en mál manna er að bóksala sé seinni á ferð en í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson slá á létta strengi í Skyrlandinu góða á Selfossi. Guðni stekkur sem Gunnar á Hlíðarenda væri, í fullum herklæðum, beint í áttunda sætið lista bóksölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Annar hástökkvari er Bjarni Fritzson með nýja bók um Orra óstöðvandi. Bjarni er gömul kempa í bóksölunni, hefur verið áberandi á bóksölulistum með sínar bækur á undanförnum árum. Orri var svolítið seinn til landsins, líkt og margar aðrar bækur í ár vegna pappírsskorts á heimsvísu. Svo virðist þó sem flestir titlar nái höfn í tæka tíð fyrir aftansöng en líklega verður minna um endurprentanir en oft áður og því gæti sú staða komið upp að einhverjir titlar seljist einfaldlega upp nokkrum dögum fyrir jól. Svo virðist sem vinsældir matreiðslubóka og þá kannski einkum prjónabóka séu að aukast umtalsvert eftir nokkurra ára hlé. Þessir bókaflokkar urðu óhemju vinsælir í kjölfar efnahagshrunsins þegar metnaðarfull eldamennska og vandað handverk náði tökum á lesendum. Í báðum greinum eru möguleikarnir ótæmandi og ef til vill má vænta mjúkra pakka og fleiri matarboða á nýju ári. Mest seldu bækurnar 30. nóv - 6. des 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 4. Úti - Ragnar Jónasson 5. Lára bakar - Birgitta Haukdal 6. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 7. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 8. Guðni á ferð og flugi – Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 9. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 10. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 11. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 12. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 13. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 14. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 15. Horfnar - Stefán Máni 16. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 17. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 18. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 19. Jólasyrpa 2021 - Walt Disney 20. Lopapeysubókin - Gréta Sörensen Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 2. Lára bakar - Birgitta Haukdal 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 4. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 5. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 6. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 7. Jólasyrpa 2021 - Walt Disney 8. Dagbók Kidda klaufa 14 - brot og braml - Jeff Kinney 9. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 10. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Mest seldu skáldverkin 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Horfnar - Stefán Máni 6. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir 7. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan 8. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir 9. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 10. Vetrarfrí í Hálöndunum - Sarah Morgan Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Guðni á ferð og flugi – Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 4. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 5. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 6. Lopapeysubókin - Gréta Sörensen 7. BBQ kóngurinn - Alfreð Fannar Björnsson 8. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 9. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 10. Bærinn brennur - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Mest seldu ævisögurnar 1. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 2. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 3. 11.000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 4. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 5. Úr heljargreipum : saga Baldurs Freys - Baldur Freyr Einarsson 6. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 7. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns - Friðrik G. Olgeirsson 8. Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II - Sigrún Helgadóttir 9. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason 10. Minn hlátur er sorg : Ævisaga Ástu Sigurðardóttur - Friðrika Benónýsdóttir Mest seldu bækur ársins: 1. janúar – 6. desember 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Lára bakar - Birgitta Haukdal 4. Palli Playstation - Gunnar Helgason 5. Úti - Ragnar Jónasson 6. Undir 1000 kr. fyrir tvo - Áslaug Björg Harðardóttir 7. Bréfið - Kathryn Hughes 8. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 9. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 10. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 11. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 12. Rím og roms - Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn 13. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 14. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 15. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams 16. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 17. Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 18. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 19. Dagbók Kidda klaufa 14 : brot og braml - Jeff Kinney 20. Lífsbiblían : 50 lífslyklar, sögur og leyndarmál - Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
En samkvæmt heimildum Vísis er mjótt er á mununum á milli hans og Yrsu Sigurðardóttur. Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi stöðu sinni sem mest seldi höfundurinn og takist að leiða lesendur sína frá spennusagnafrominu yfir í bókmenntirnar, en hann er með sögulega skáldsögu að þessu sinni. Eða hvort Yrsa, og þar með glæpasagan, nái yfirhöndinni á lokametrunum. Hástökkvari vikunnar verður að teljast gamla brýnið Guðni Ágústsson. Sem farið hefur mikinn með sinni sérstæðu röddu og áherslum í útvarpsauglýsingum. Hann náði ekki inn á topp 20 listann fyrir viku en stekkur nú rakleiðis upp í 8. sæti aðallistans. Hann blandar sér þar með í keppnina um svarta folann en áður hefur verið nefnt til sögunnar þær Anítu, Kristínu og Rósu með bók sína Fjárfestingar. Sú bók fellur nú úr 8. sæti og niður í 16. sæti. Enn er þetta að teikna sig upp en mál manna er að bóksala sé seinni á ferð en í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson slá á létta strengi í Skyrlandinu góða á Selfossi. Guðni stekkur sem Gunnar á Hlíðarenda væri, í fullum herklæðum, beint í áttunda sætið lista bóksölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Annar hástökkvari er Bjarni Fritzson með nýja bók um Orra óstöðvandi. Bjarni er gömul kempa í bóksölunni, hefur verið áberandi á bóksölulistum með sínar bækur á undanförnum árum. Orri var svolítið seinn til landsins, líkt og margar aðrar bækur í ár vegna pappírsskorts á heimsvísu. Svo virðist þó sem flestir titlar nái höfn í tæka tíð fyrir aftansöng en líklega verður minna um endurprentanir en oft áður og því gæti sú staða komið upp að einhverjir titlar seljist einfaldlega upp nokkrum dögum fyrir jól. Svo virðist sem vinsældir matreiðslubóka og þá kannski einkum prjónabóka séu að aukast umtalsvert eftir nokkurra ára hlé. Þessir bókaflokkar urðu óhemju vinsælir í kjölfar efnahagshrunsins þegar metnaðarfull eldamennska og vandað handverk náði tökum á lesendum. Í báðum greinum eru möguleikarnir ótæmandi og ef til vill má vænta mjúkra pakka og fleiri matarboða á nýju ári. Mest seldu bækurnar 30. nóv - 6. des 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 4. Úti - Ragnar Jónasson 5. Lára bakar - Birgitta Haukdal 6. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 7. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 8. Guðni á ferð og flugi – Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 9. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 10. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 11. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 12. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 13. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 14. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 15. Horfnar - Stefán Máni 16. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 17. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 18. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 19. Jólasyrpa 2021 - Walt Disney 20. Lopapeysubókin - Gréta Sörensen Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 2. Lára bakar - Birgitta Haukdal 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 4. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 5. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 6. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 7. Jólasyrpa 2021 - Walt Disney 8. Dagbók Kidda klaufa 14 - brot og braml - Jeff Kinney 9. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 10. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Mest seldu skáldverkin 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Horfnar - Stefán Máni 6. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir 7. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan 8. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir 9. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 10. Vetrarfrí í Hálöndunum - Sarah Morgan Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Guðni á ferð og flugi – Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 4. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 5. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 6. Lopapeysubókin - Gréta Sörensen 7. BBQ kóngurinn - Alfreð Fannar Björnsson 8. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 9. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 10. Bærinn brennur - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Mest seldu ævisögurnar 1. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 2. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 3. 11.000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 4. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 5. Úr heljargreipum : saga Baldurs Freys - Baldur Freyr Einarsson 6. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 7. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns - Friðrik G. Olgeirsson 8. Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II - Sigrún Helgadóttir 9. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason 10. Minn hlátur er sorg : Ævisaga Ástu Sigurðardóttur - Friðrika Benónýsdóttir Mest seldu bækur ársins: 1. janúar – 6. desember 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Lára bakar - Birgitta Haukdal 4. Palli Playstation - Gunnar Helgason 5. Úti - Ragnar Jónasson 6. Undir 1000 kr. fyrir tvo - Áslaug Björg Harðardóttir 7. Bréfið - Kathryn Hughes 8. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 9. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 10. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 11. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 12. Rím og roms - Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn 13. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 14. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 15. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams 16. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 17. Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 18. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 19. Dagbók Kidda klaufa 14 : brot og braml - Jeff Kinney 20. Lífsbiblían : 50 lífslyklar, sögur og leyndarmál - Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir
Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25