Lífið ætlar að telja niður til jóla með fallegu jólalagi úr safninu á hverjum degi fram að jólum. Í dag, 9. desember, bjóðum við upp á lagið Snjókorn falla.
Króli og Laddi fluttu lagið Snjókorn falla eftirminnilega saman í þættinum Látum jólin ganga á Stöð 2 á síðasta ári. Lagið á Bob Healie en textinn er eftir Jónatan Garðarsson.