Hitaði upp fyrir HM með þremur Norðurlandametum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 12:01 Eygló Fanndal Sturludóttir er á leið á heimsmeistaramótið í Úsbekistan. Instagram/@eyglo_fanndal Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir heldur áfram að bæta við góðan árangur sinn í ólympískum lyftingum á þessu ári og er hluti af hinni stórskemmtilegu kynslóð af íslenskum lyftingakonum sem eru að koma upp. Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga. Lyftingar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga.
Lyftingar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira