Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta.
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður rætt við seðlabankastjóra um nýjar reglur sem eiga að tryggja að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka og rýnt í samanburð á skattlagningu áfengis á Noðurlöndunum. Íslendingar eru Evrópumeistarar í álagningu og formani félags atvinnurekanda blöskrar boðaða hækkun á áfengisgjaldi.
Þá skoðum við nýja brú yfir Kársnesið og skoðum nýjan leik þar sem fólk tippar á þingmenn og fær stig fyrir ræðulengd og atkvæðagreiðslur.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.