Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 12:37 Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísteka en ekki kemur fram um hversu marga bændur er að ræða eða hvort til greina kemur að semja við þá á ný ef þeir bæta sig. Í tilkynningunni segir að á árinu 2021 hafi Ísteka átt í samstarfi við 119 bændur um blóðtöku hryssa til lyfjaframleiðslu. Gerðir séu bæði viðskiptasamningar og sérstakir velferðarsamningar við þá alla. Reynslan sýni að bændur vinni almennt samkvæmt samningum. „Allar blóðgjafir eru framkvæmdar af dýralæknum og starfsemin er undir eftirliti Matvælastofnunar og fyrirtækisins sjálfs þar sem starfar sérstakur dýravelferðarfulltrúi. Rannsóknir sýna að hryssunum verður ekki meint af blóðgjöfunum. En þrátt fyrir að regluverk um blóðgjafir sé strangt og eftirlit mjög mikið er ljóst að óviðeigandi frávik geta komið upp. Slíkt er ekki liðið af hálfu Ísteka og samningum við bændur er rift ef ekki er staðið við þá,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísteka hafi ákveðið að ráðast í umfangsmiklar umbætur á eftirliti fyrirtækisins með blóðtöku, sem unnar verði í nánu samstarfi við sérfræðinga á sviði búfjárhalds og dýravelferðar. Umbæturnar munu meðal annars felast í aukinni fræðslu og þjálfun fyrir bændur, fjölgun velferðareftirlitsmanna sem vera framvegis viðstaddir alla blóðtöku og myndavélaeftirliti með allri blóðtöku. „Með þessu vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að ólíðandi frávik varðandi dýravelferð í blóðgjöf hryssna á Íslandi endurtaki sig ekki.“ Fyrsta umræða um bann við blóðmerahaldi er á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 15 í dag. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná í framkvæmdastjóra Ísteka frá því að myndskeiðið fór í birtingu en ekki haft erindi sem erfiði. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina. 26. nóvember 2021 12:36 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt. 2. desember 2021 10:08 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísteka en ekki kemur fram um hversu marga bændur er að ræða eða hvort til greina kemur að semja við þá á ný ef þeir bæta sig. Í tilkynningunni segir að á árinu 2021 hafi Ísteka átt í samstarfi við 119 bændur um blóðtöku hryssa til lyfjaframleiðslu. Gerðir séu bæði viðskiptasamningar og sérstakir velferðarsamningar við þá alla. Reynslan sýni að bændur vinni almennt samkvæmt samningum. „Allar blóðgjafir eru framkvæmdar af dýralæknum og starfsemin er undir eftirliti Matvælastofnunar og fyrirtækisins sjálfs þar sem starfar sérstakur dýravelferðarfulltrúi. Rannsóknir sýna að hryssunum verður ekki meint af blóðgjöfunum. En þrátt fyrir að regluverk um blóðgjafir sé strangt og eftirlit mjög mikið er ljóst að óviðeigandi frávik geta komið upp. Slíkt er ekki liðið af hálfu Ísteka og samningum við bændur er rift ef ekki er staðið við þá,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísteka hafi ákveðið að ráðast í umfangsmiklar umbætur á eftirliti fyrirtækisins með blóðtöku, sem unnar verði í nánu samstarfi við sérfræðinga á sviði búfjárhalds og dýravelferðar. Umbæturnar munu meðal annars felast í aukinni fræðslu og þjálfun fyrir bændur, fjölgun velferðareftirlitsmanna sem vera framvegis viðstaddir alla blóðtöku og myndavélaeftirliti með allri blóðtöku. „Með þessu vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að ólíðandi frávik varðandi dýravelferð í blóðgjöf hryssna á Íslandi endurtaki sig ekki.“ Fyrsta umræða um bann við blóðmerahaldi er á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 15 í dag. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná í framkvæmdastjóra Ísteka frá því að myndskeiðið fór í birtingu en ekki haft erindi sem erfiði.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina. 26. nóvember 2021 12:36 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt. 2. desember 2021 10:08 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina. 26. nóvember 2021 12:36
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt. 2. desember 2021 10:08
Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42