Þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks skoraði Stjarnan U sitt 17. mark í leiknum og dómarar leiksins dæmdu markið löglegt. Þrátt fyrir það var markið ekki fært á skortöflu leiksins og því var staða skoraðra marka upp frá því og allt til leiksloka röng á skortöflunni.
Samkvæmt skortöflunni endaði leikurinn með jafntefli, 29-29, en það rétta er að Stjarnan vann leikinn, 30-29.
Að fenginni ábendingu fóru dómarar leiksins yfir upptöku af leiknum og þar kom í ljós að gleymst hafði að færa inn eitt mark á heimaliðið, og dómararnir skráðu því hin réttu úrslit á leikskýrsluna, 30-29.
Selfyssingar kærðu framkvæmd leiksins og fóru fram á að úrslitin á töflunni skildi standa. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað, en dómstóll HSÍ hefur ákveðið að liðin skuli mætast á ný.
Dóminn í heild sinni má lesa hér.