Myndband sýnir ráðgjafa grínast með hina meintu jólaveislu skömmu eftir að hún á að hafa verið haldin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 23:30 Allegra Stratton er í aðalhlutverki í myndbandinu en hún gegndi starfi talskonu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um skeið. David Cliff/NurPhoto via Getty Images) Myndband sem breska sjónvarpsstöðin ITV birti í kvöld sýnir háttsetta ráðgjafa Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, grínast með meinta jólaveislu fjórum dögum eftir að hún á að hafa verið haldin. Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu haldið því fram að jólaveisla hafi verið í Downing-stræti 10 fyrir um 40-50 manns fyrir tæplega ári síðan, þann 18. desember 2020. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur í London þar sem bannað var að halda veislur, svo hefta mætti útbreiðslu Covid-19. Sérstaklega var tekið fram í ráðleggingum stjórnvalda að jólaveislur væru ekki í boði. Johnson ekki sakaður um að hafa verið í veislunni Johnson sjálfur er ekki sakaður um að hafa verið í veislunni, en hann hefur engu að síður verið harðlega gagnrýndur fyrir hina meintu veislu, sem ráðuneyti hans þvertekur reyndar fyrir að hafi verið haldin, þvert á heimildir breskra fjölmiðla Búast má við að gagnrýni á Johnson muni aukast til muna eftir að ITV birti umrætt myndband. Myndbandið er tekið upp þann 22. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hin meinta veisla á að hafa verið haldin. Er það tekið upp þegar ráðgjafar Johnson hjálpa til við að undirbúa Aleggra Stratton, þáverandi talsmann Johnson, undir spurninga frá blaðamönnum. Grínast og hlæja yfir vangaveltum um hvað þau eigi að segja Í myndbandinu má heyra Ed Oldfield, háttsettan ráðgjafa Johnson, undirbúa Stratton undir spurningar um fregnir af samfélagsmiðlum um að jólaveisla hafi verið haldin í Downing-stræti tíu, nærri ári áður en fregnir af veislunnni brutust út. Spyr hann Stratton hvort hann kannist við fregnir af veislunni. „Ég fór heim,“ segir Stratton hlæjandi áður en hún stillir sig af til þess að svara almennilega. Spyr hún þá samstarfsfélaga sína hvert svarið við spurningunni sé. Oldfield spyr þá hvort að Johnson myndi líða það að svona veisla hafi verið haldin. „Þetta var ekki veisla, það var boðið upp á vín og osta,“ heyrist annar ráðgjafi svara. „Er vín og ostar ekki í lagi? Þetta var viðskiptafundur,“ segir Stratton og sjá má ráðgjafana hlæja að svarinu. Stratton horfir þá í myndavélinu og segir hlæjandi að það sé verið að taka æfinguna upp. „Þessi meinta veisla var viðskiptafundur og viðstaddir virtu ekki fjarlægðartakmörk,“ heyrist hún enn fremur segja hlæjandi. jálfur hefur Johnson sagt að hann sé fullviss um að öllum reglum hafi verið fylgt á meðan forsætisráðuneytið hefur sagt að engin veisla hafi verið haldin. 'I am satisfied myself that the guidelines were followed at all times'@BorisJohnson responds to new claims in The Times about an alleged Covid-rule-breaking party in Downing Street last Christmashttps://t.co/yyZ1W7FdLW pic.twitter.com/nH2bPAzKvZ— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) December 7, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu haldið því fram að jólaveisla hafi verið í Downing-stræti 10 fyrir um 40-50 manns fyrir tæplega ári síðan, þann 18. desember 2020. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur í London þar sem bannað var að halda veislur, svo hefta mætti útbreiðslu Covid-19. Sérstaklega var tekið fram í ráðleggingum stjórnvalda að jólaveislur væru ekki í boði. Johnson ekki sakaður um að hafa verið í veislunni Johnson sjálfur er ekki sakaður um að hafa verið í veislunni, en hann hefur engu að síður verið harðlega gagnrýndur fyrir hina meintu veislu, sem ráðuneyti hans þvertekur reyndar fyrir að hafi verið haldin, þvert á heimildir breskra fjölmiðla Búast má við að gagnrýni á Johnson muni aukast til muna eftir að ITV birti umrætt myndband. Myndbandið er tekið upp þann 22. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hin meinta veisla á að hafa verið haldin. Er það tekið upp þegar ráðgjafar Johnson hjálpa til við að undirbúa Aleggra Stratton, þáverandi talsmann Johnson, undir spurninga frá blaðamönnum. Grínast og hlæja yfir vangaveltum um hvað þau eigi að segja Í myndbandinu má heyra Ed Oldfield, háttsettan ráðgjafa Johnson, undirbúa Stratton undir spurningar um fregnir af samfélagsmiðlum um að jólaveisla hafi verið haldin í Downing-stræti tíu, nærri ári áður en fregnir af veislunnni brutust út. Spyr hann Stratton hvort hann kannist við fregnir af veislunni. „Ég fór heim,“ segir Stratton hlæjandi áður en hún stillir sig af til þess að svara almennilega. Spyr hún þá samstarfsfélaga sína hvert svarið við spurningunni sé. Oldfield spyr þá hvort að Johnson myndi líða það að svona veisla hafi verið haldin. „Þetta var ekki veisla, það var boðið upp á vín og osta,“ heyrist annar ráðgjafi svara. „Er vín og ostar ekki í lagi? Þetta var viðskiptafundur,“ segir Stratton og sjá má ráðgjafana hlæja að svarinu. Stratton horfir þá í myndavélinu og segir hlæjandi að það sé verið að taka æfinguna upp. „Þessi meinta veisla var viðskiptafundur og viðstaddir virtu ekki fjarlægðartakmörk,“ heyrist hún enn fremur segja hlæjandi. jálfur hefur Johnson sagt að hann sé fullviss um að öllum reglum hafi verið fylgt á meðan forsætisráðuneytið hefur sagt að engin veisla hafi verið haldin. 'I am satisfied myself that the guidelines were followed at all times'@BorisJohnson responds to new claims in The Times about an alleged Covid-rule-breaking party in Downing Street last Christmashttps://t.co/yyZ1W7FdLW pic.twitter.com/nH2bPAzKvZ— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) December 7, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira