Maðurinn sem fékk til að mynda Ancelotti og James Rodríguez til Everton farinn frá félaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 12:30 Marcel Brands og James Rodríguez. Þeir hafa nú báðir yfirgefið Everton. Tony McArdle/Getty Images Hollendingurinn Marcel Brands hefur yfirgefið enska knattspyrnufélagið Everton þrátt fyrir að skrifa undir nýjan þriggja ára samning í apríl á þessu ári. Hann sinnti stöðu yfirmanns knattspyrnumála frá árinu 2018 þangað til nú. Brands tók við af Steve Walsh í júní 2018 og skrifaði undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum fyrr á þessu ári. Brands starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála hjá PSV í heimalandi sínu áður en hann kom til Everton. Þar áður var hann hjá AZ Alkmaar og RKC Waalwijk. Everton director of football Marcel Brands to leave the club. Details of 59yo s departure being finalised and official confirmation to follow. Dutchman joined #EFC in 2018 & signed new 3-year contract in April @TheAthleticUK following @MullockSMirror scoop https://t.co/LBp3Gr1ylS— David Ornstein (@David_Ornstein) December 5, 2021 Brands var maðurinn á bakvið ráðningu Carlo Ancelotti á Goodison Park en Ítalinn stýrði Everton frá 2019 til 2021. Þá var Brands að störfum er Everton festi kaup á leikmönnum á borð við Lucas Digne, André Gomes, Kurt Zouma (á láni), Moise Kean, Allan, Adboulaye Doucouré, James Rodríguez og Ben Godfrey. Fyrir þetta tímabil var ljóst að Rafa Benitez, arftaki Ancelotti, hafði ekki mikið á milli handanna og liðið þyrfti að fá leikmenn inn á láni eða einkar ódýrt. Gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska og virðist sem brestir hafi orðið í sambandi Brands við stjórn félagsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu þar sem honum og stjórn Everton „kom ekki saman um framtíðarsýn eða stefnu félagsins.“ Everton Football Club can confirm that Marcel Brands has left his post as Director of Football.— Everton (@Everton) December 5, 2021 Everton þakkar honum fyrir störf sín í tilkynningu og tekur sérstaklega fram í kjölfarið að stjórn félagsins styðji þétt við bakið á þjálfara liðsins. Everton mætir Arsenal í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðið er sem stendur í 16. sæti með aðeins 15 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Brands tók við af Steve Walsh í júní 2018 og skrifaði undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum fyrr á þessu ári. Brands starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála hjá PSV í heimalandi sínu áður en hann kom til Everton. Þar áður var hann hjá AZ Alkmaar og RKC Waalwijk. Everton director of football Marcel Brands to leave the club. Details of 59yo s departure being finalised and official confirmation to follow. Dutchman joined #EFC in 2018 & signed new 3-year contract in April @TheAthleticUK following @MullockSMirror scoop https://t.co/LBp3Gr1ylS— David Ornstein (@David_Ornstein) December 5, 2021 Brands var maðurinn á bakvið ráðningu Carlo Ancelotti á Goodison Park en Ítalinn stýrði Everton frá 2019 til 2021. Þá var Brands að störfum er Everton festi kaup á leikmönnum á borð við Lucas Digne, André Gomes, Kurt Zouma (á láni), Moise Kean, Allan, Adboulaye Doucouré, James Rodríguez og Ben Godfrey. Fyrir þetta tímabil var ljóst að Rafa Benitez, arftaki Ancelotti, hafði ekki mikið á milli handanna og liðið þyrfti að fá leikmenn inn á láni eða einkar ódýrt. Gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska og virðist sem brestir hafi orðið í sambandi Brands við stjórn félagsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu þar sem honum og stjórn Everton „kom ekki saman um framtíðarsýn eða stefnu félagsins.“ Everton Football Club can confirm that Marcel Brands has left his post as Director of Football.— Everton (@Everton) December 5, 2021 Everton þakkar honum fyrir störf sín í tilkynningu og tekur sérstaklega fram í kjölfarið að stjórn félagsins styðji þétt við bakið á þjálfara liðsins. Everton mætir Arsenal í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðið er sem stendur í 16. sæti með aðeins 15 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira