Goðsögnin Origi: Stígur upp þegar mest á reynir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 16:31 Þegar allt annað þrýtur er gott að eiga einn Divock Origi á bekknum. Robbie Jay Barratt/Getty Images Það virðist sem Divock Origi skori einungis þegar stórstjörnur Liverpool-liðsins eru heillum hornfar og það stefnir í að liðið tapi stigum. Það gerðist um helgina er Liverpool vann 1-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55
Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01