Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Alls hafa tíu nú greinst með omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Í gær greindust 110 smitaðir af kórónuveirunni. Fjallað verður um stöðuna í hádegisfréttum á slaginu klukkan 12.

Þá segjum við frá því að ungur maður réðist á öryggisvörð í Spönginni í Grafarvogi í nótt því hann vildi ekki bera grímu í búðinni.

Greint verður frá stöðunni í Grímsvötnum en sérfræðingar frá Veðurstofunni eru á svæðinu.

Þrjátíu og fimm nýjar íbúðir á Selfossi seldust án auglýsingar. Eigendur fá lykla af þeim afhenta í dag.

 Keflavík er á toppnum í Subway deild körfubolta eftir stórsigur í gær og Valur stöðvaði sigurgöngu Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×