Segir lið sitt aldrei hafa spilað jafn vel á Goodison Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 23:15 Klopp var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með 4-1 stórsigur sinna manna á Everton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þá sérstaklega eftir það sem gerðist á sama velli á síðustu leiktíð. „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, þroskuð frammistaða, fullorðins frammistaða. Mun betri en undanfarin ár, sérstaklega á Goodison Park.“ „Síðar mun ég njóta þess að horfa á leikinn aftur því ég veit hvernig hann fór, það hjálpar til. Ég naut leiksins á köflum, naut þess sem ég sá þar sem þetta var okkar besta frammistaða til þessa á Goodison. Við tókum stór skref í þróun okkar sem lið, það er að við getum lagt tilfinningar til hliðar í svona mikilvægum leikjum.“ „Við vorum of opnir til baka þegar við gáfum þeim markið en það getur gerst þegar þú hefur mikla yfirburði. Við hefðum átt að vera komnir yfir áður en við brutum ísinn. Við komumst í 2-0 og voru ef til vill ekki nægilega öflugir fyrir framan markið, það gaf þeim líflínu. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun, ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir stóðu sig mjög vel,“ bætti sá þýski við. „Síðast þegar við spiluðum hér urðum við fyrir tveimur skelfilegum meiðslum. Við erum eins og fjölskylda og þegar einhver meiðist illa þá finnur þú fyrir því í búningsklefanum. Hann (Virgil Van Dijk) höndlaði meiðslin ótrúlega vel, sama á við um Thiago og allir strákarnir spiluðu vel í kvöld því þú finnur fyrir tilfinningunum þegar þú snýrð aftur,“ sagði Klopp en Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðanna á síðustu leiktíð eftir glórulausa tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton. Mo Salah var ekki sáttur eftir leik „Hann var reiður eftir leikinn, hann vildi skora þriðja markið sitt og fullkomna þrennuna. Ég tek svona mörkum ekki sem sjálfsögðum hlut, hann neyðir varnarmanninn til að gera mistök í öðru markinu sínu í kvöld. Mo setti Seamus Coleman undir pressu og vann boltann, þegar hann er í slíkri stöðu er líklegt að hann skori.“ „Við erum í góðu augnabliki og þetta var okkar langbesta frammistaða hér á Goodison síðan ég tók við. Fyrir leikinn sagði fólk mér að í nágrannaslögum skipti almennt form og gengi liðanna engu máli, ég gæti ekki verið meira ósammála,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, þroskuð frammistaða, fullorðins frammistaða. Mun betri en undanfarin ár, sérstaklega á Goodison Park.“ „Síðar mun ég njóta þess að horfa á leikinn aftur því ég veit hvernig hann fór, það hjálpar til. Ég naut leiksins á köflum, naut þess sem ég sá þar sem þetta var okkar besta frammistaða til þessa á Goodison. Við tókum stór skref í þróun okkar sem lið, það er að við getum lagt tilfinningar til hliðar í svona mikilvægum leikjum.“ „Við vorum of opnir til baka þegar við gáfum þeim markið en það getur gerst þegar þú hefur mikla yfirburði. Við hefðum átt að vera komnir yfir áður en við brutum ísinn. Við komumst í 2-0 og voru ef til vill ekki nægilega öflugir fyrir framan markið, það gaf þeim líflínu. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun, ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir stóðu sig mjög vel,“ bætti sá þýski við. „Síðast þegar við spiluðum hér urðum við fyrir tveimur skelfilegum meiðslum. Við erum eins og fjölskylda og þegar einhver meiðist illa þá finnur þú fyrir því í búningsklefanum. Hann (Virgil Van Dijk) höndlaði meiðslin ótrúlega vel, sama á við um Thiago og allir strákarnir spiluðu vel í kvöld því þú finnur fyrir tilfinningunum þegar þú snýrð aftur,“ sagði Klopp en Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðanna á síðustu leiktíð eftir glórulausa tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton. Mo Salah var ekki sáttur eftir leik „Hann var reiður eftir leikinn, hann vildi skora þriðja markið sitt og fullkomna þrennuna. Ég tek svona mörkum ekki sem sjálfsögðum hlut, hann neyðir varnarmanninn til að gera mistök í öðru markinu sínu í kvöld. Mo setti Seamus Coleman undir pressu og vann boltann, þegar hann er í slíkri stöðu er líklegt að hann skori.“ „Við erum í góðu augnabliki og þetta var okkar langbesta frammistaða hér á Goodison síðan ég tók við. Fyrir leikinn sagði fólk mér að í nágrannaslögum skipti almennt form og gengi liðanna engu máli, ég gæti ekki verið meira ósammála,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira