Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 19:22 Lán (fremra hrossið) á beit með félaga sínum. úr einkasafni Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þeba sagði þar frá því að hún hefði óskað eftir því nú í byrjun mánaðar að fá nafnið Lán samþykkt hjá hestanafnanefnd, til að fá það svo skráð í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu á grundvelli þess að það væri í raun hvorugkynsorð. Þá fylgdi sögunni að eftir höfnun hestanafnanefndar sendi Þeba mannanafnanefnd beiðni um að fá kvenmannsnafnið Lán samþykkt - sem reyndist auðsótt. Reglur um hestanöfn sem samþykktar voru hjá FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hestsins, kveða á um að hestar skuli bera íslensk nöfn - og að nöfn á hryssum skuli kvenkyns en hesta karlkyns. Vísir fjallaði fyrr í dag um hestanöfn sem nefndin hefur hafnað frá stofnun 2016. En nú hefur nefndinni snúist hugur. Í bréfi til Þebu frá hestanafnanefnd sem barst í dag segir að nafnið Lán hafi verið skráð á nafnalista WorldFengs. Hún geti því notað það á hryssuna sína. Þeba er að vonum ánægð með niðurstöðuna. „Fullnaðarsigur! Skyldi þessi ákvörðun eitthvað hafa að gera með fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku?“ skrifar Þeba á Facebook-síðu sinni í kvöld, þar sem hún deilir ákvörðun hestanafnanefndar. Dýr Mannanöfn Hestar Tengdar fréttir Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þeba sagði þar frá því að hún hefði óskað eftir því nú í byrjun mánaðar að fá nafnið Lán samþykkt hjá hestanafnanefnd, til að fá það svo skráð í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu á grundvelli þess að það væri í raun hvorugkynsorð. Þá fylgdi sögunni að eftir höfnun hestanafnanefndar sendi Þeba mannanafnanefnd beiðni um að fá kvenmannsnafnið Lán samþykkt - sem reyndist auðsótt. Reglur um hestanöfn sem samþykktar voru hjá FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hestsins, kveða á um að hestar skuli bera íslensk nöfn - og að nöfn á hryssum skuli kvenkyns en hesta karlkyns. Vísir fjallaði fyrr í dag um hestanöfn sem nefndin hefur hafnað frá stofnun 2016. En nú hefur nefndinni snúist hugur. Í bréfi til Þebu frá hestanafnanefnd sem barst í dag segir að nafnið Lán hafi verið skráð á nafnalista WorldFengs. Hún geti því notað það á hryssuna sína. Þeba er að vonum ánægð með niðurstöðuna. „Fullnaðarsigur! Skyldi þessi ákvörðun eitthvað hafa að gera með fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku?“ skrifar Þeba á Facebook-síðu sinni í kvöld, þar sem hún deilir ákvörðun hestanafnanefndar.
Dýr Mannanöfn Hestar Tengdar fréttir Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12