Nöfnin sem hestanafnanefnd hefur hafnað Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:15 Nokkuð strangar reglur gilda um nöfn á íslenska hestinum, vilji eigendur fá þá skráða í alþjóðlega upprunaættbók. Vísir/vilhelm Hestanafnanefnd hefur frá því að hún var stofnuð 2016 hafnað þónokkrum beiðnum um nöfn á íslenskum hestum. Á meðal nafnanna eru til dæmis Apótek, Leyndarmál, Euphoria og Avicii - það síðastnefnda að öllum líkindum í höfuðið á sænska plötusnúðnum heitnum. Fjallað var um mál hryssunnar Lánar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti eigandi hennar, Þeba Björt Karlsdóttir, því að hestanafnanefnd hefði hafnað beiðni hennar um að fá nafnið skráð á hryssuna í upprunaættbók íslenska hestsins á grundvelli þess að það væri hvorugkynsorð. Í ættbókina eru skráð öll hross af íslenska hestakyninu hvar sem þau eru fædd í heiminum. Leikur einn var hins vegar að fá nafnið Lán, sem í þessu tilfelli væri kvenkyns og beygðist eins og kvenmannsnafnið Rán, samþykkt hjá mannanafnanefnd. Kristín Halldórsdóttir annar nefndarmanna í hestanafnanefnd segir í svari við fyrirspurn fréttastofu um störf nefndarinnar að árið 2016 hafi Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, ákveðið að skýra reglur varðandi þau nöfn sem skráð eru í ættbókina. Hún bendir á að aðildarlönd séu 22 talsins. „Ákveðið var að fylgja þeirri hefð að nöfn sem skráð eru í ættbókina skuli vera á íslensku; kvenkyns fyrir hryssur og karlkyns fyrir hesta. Þegar nöfnum er hafnað er það í lang flestum tilvikum vegna þess að ekki er hægt að finna neina tengingu við íslenskt mál eða þá að um hvorugkynsorð er að ræða.“ Fiðrildi, Granít og Hvide En hver eru nöfnin sem ekki hafa hlotið hljómgrunn innan hestanafnanefndar? Dæmi um þau má finna hér fyrir neðan: Hvorugkynsorð: Apótek, Apparat, Dýnamít, Dómínó, Fiðrildi, Fjör, Granít, Heljargljúfur, Hjarta, Írafár, Kirsuber, Koníak, Leiðarljós, Lerki, Leyndarmál ofl. Ekki íslenska: Panther, Mithrandir, Lovely, Lord Mason, Kopernika, Ranumi, Jaade, Jotne, Izmir, Idawen, Hvide, Hiromi, Heidewitzka, Harlequin, Grazia, Ganymed, Froshi, Euphoria, Deijanira, D´artagnan, Caesar, Berenice, Bahia, Avicii, Attica og svo mætti lengi telja. Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjallað var um mál hryssunnar Lánar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti eigandi hennar, Þeba Björt Karlsdóttir, því að hestanafnanefnd hefði hafnað beiðni hennar um að fá nafnið skráð á hryssuna í upprunaættbók íslenska hestsins á grundvelli þess að það væri hvorugkynsorð. Í ættbókina eru skráð öll hross af íslenska hestakyninu hvar sem þau eru fædd í heiminum. Leikur einn var hins vegar að fá nafnið Lán, sem í þessu tilfelli væri kvenkyns og beygðist eins og kvenmannsnafnið Rán, samþykkt hjá mannanafnanefnd. Kristín Halldórsdóttir annar nefndarmanna í hestanafnanefnd segir í svari við fyrirspurn fréttastofu um störf nefndarinnar að árið 2016 hafi Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, ákveðið að skýra reglur varðandi þau nöfn sem skráð eru í ættbókina. Hún bendir á að aðildarlönd séu 22 talsins. „Ákveðið var að fylgja þeirri hefð að nöfn sem skráð eru í ættbókina skuli vera á íslensku; kvenkyns fyrir hryssur og karlkyns fyrir hesta. Þegar nöfnum er hafnað er það í lang flestum tilvikum vegna þess að ekki er hægt að finna neina tengingu við íslenskt mál eða þá að um hvorugkynsorð er að ræða.“ Fiðrildi, Granít og Hvide En hver eru nöfnin sem ekki hafa hlotið hljómgrunn innan hestanafnanefndar? Dæmi um þau má finna hér fyrir neðan: Hvorugkynsorð: Apótek, Apparat, Dýnamít, Dómínó, Fiðrildi, Fjör, Granít, Heljargljúfur, Hjarta, Írafár, Kirsuber, Koníak, Leiðarljós, Lerki, Leyndarmál ofl. Ekki íslenska: Panther, Mithrandir, Lovely, Lord Mason, Kopernika, Ranumi, Jaade, Jotne, Izmir, Idawen, Hvide, Hiromi, Heidewitzka, Harlequin, Grazia, Ganymed, Froshi, Euphoria, Deijanira, D´artagnan, Caesar, Berenice, Bahia, Avicii, Attica og svo mætti lengi telja.
Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira