„Við þurfum okkar áhorfendur“ Atli Arason skrifar 29. nóvember 2021 20:10 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. FIBA Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. „Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
„Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira