Sætti sig ekki við fimmfalda ofrukkun og hafði betur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2021 08:29 Árvökull neytandi sætti sig ekki við að greiða fimmtíu þúsund krónur fyrir farmbréf. Vísir/Jóhann K. Viðskiptavinur ferjuflutningafélagsins Smyril Line hafði betur gegn fyrirtækinu eftir að hann sætti sig ekki við að þurfa að borga fimmtíu þúsund krónur vegna farmbréfs. Smyril Line þarf að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu máli á vef samtakanna þar sem segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafi nýverið úrskurðað manninum í vil, eftir að hann kvartaði undan Smyril Line. Forsaga málsins er sú að maðurinn sigldi til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Með í för var bíll mannsins sem skráður var í því landi sem maðurinn hafði áður búið, en hann var að flytja til Íslands. Eftir komuna til landsins sendi Smyril Line manninum reikning upp á fimmtíu þúsund krónur vegna farmskrárgerðar. Maðurinn greiddi reikninginn til að forðast innheimtukostnað, en gerði fyrirvara um endurgreiðslu að heild eða hluta. Maðurinn taldi Smyril Line hafa ofrukkað sig vegna farmskrárgerðarinnar. „Gerð farmbréfa krefst ekki mikillar vinnu, enda eru þau frekar einfaldar skýrslur og flest flutningafyrirtæki innheimta um eða undir 10.000 kr. fyrir slíka vinnslu. Það vissi neytandinn og sætti sig því ekki við fimmfaldan kostnað,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Maðurinn kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem mat hæfilegt endurgjald fyrir umrædda þjónustu vera tíu þúsund krónur. Þarf Smyril Lyne því að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur. Á vef Neytendasamtakanna segir að þau hafi haft spurnir af fleirum sem hafa verið ofrukkaðir á sama hátt og hafa fengið endurgreitt fjörutíu þúsund krónur eftir að hafa vitnað í úrskurð kærunefndarinnar. Neytendur Norræna Samgöngur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Neytendasamtökin vekja athygli á þessu máli á vef samtakanna þar sem segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafi nýverið úrskurðað manninum í vil, eftir að hann kvartaði undan Smyril Line. Forsaga málsins er sú að maðurinn sigldi til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Með í för var bíll mannsins sem skráður var í því landi sem maðurinn hafði áður búið, en hann var að flytja til Íslands. Eftir komuna til landsins sendi Smyril Line manninum reikning upp á fimmtíu þúsund krónur vegna farmskrárgerðar. Maðurinn greiddi reikninginn til að forðast innheimtukostnað, en gerði fyrirvara um endurgreiðslu að heild eða hluta. Maðurinn taldi Smyril Line hafa ofrukkað sig vegna farmskrárgerðarinnar. „Gerð farmbréfa krefst ekki mikillar vinnu, enda eru þau frekar einfaldar skýrslur og flest flutningafyrirtæki innheimta um eða undir 10.000 kr. fyrir slíka vinnslu. Það vissi neytandinn og sætti sig því ekki við fimmfaldan kostnað,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Maðurinn kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem mat hæfilegt endurgjald fyrir umrædda þjónustu vera tíu þúsund krónur. Þarf Smyril Lyne því að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur. Á vef Neytendasamtakanna segir að þau hafi haft spurnir af fleirum sem hafa verið ofrukkaðir á sama hátt og hafa fengið endurgreitt fjörutíu þúsund krónur eftir að hafa vitnað í úrskurð kærunefndarinnar.
Neytendur Norræna Samgöngur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira