Breska ríkisútvarpið hefur eftir Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) að afbrigðið sé mikið stökkbreytt og að fyrstu rannsóknir bendi til aukinnar hættu á að sýkjast aftur af Ómíkron-afbrigðinu.
Afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku þann 24. nóvember.
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af afbrigðinu.
Gengið fram hjá nokkrum bókstöfum
Ómíkron, sem er táknaður með Ο, er fimmtándi bókstafur gríska stafrófsins en fyrstu fjórir bókstafir þess hafa hingað til verið notaðir í réttri röð í nöfnum kórónuveiruafbrigða sem eru WHO áhyggjuefni.
Þá eru stafirnir Lamda og Mu notaðir fyrir tvö afbrigði sem stofnunin fylgist með. Þeir eru elleftu og tólftu bókstafir stafrófsins.