Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að takmarkanirnar taki gildi klukkan 12 á morgun, föstudag. Sex lönd munu fara á sérstakan rauðan lista og ferðamönnum frá löndunum verður bannað að heimsækja Bretland.
Breskir ríkisborgarar, sem hafa verið í Suður-Afríku, þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins.
Vísindamenn fylgjast grannt með hinu nýja afbrigði en það er talið mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. 59 tilfelli hafa greinst í Suður-Afríku, Hong Kong og Botsvana. Engin tilfelli hafa greinst í Bretlandi.
Sjá einnig: Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2
Löndin sem takmarkanir taka til eru Suður-Afríka, Namibía, Simbabve, Botsvana, Lesótó og Eswatini, en allt flug frá löndunum til Bretlands verður lagt niður. BBC greinir frá.