Fyrrverandi leikmaður Tottenham segir leikmenn liðsins hafa verið sér til skammar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 07:01 Ryan Sessegnon fékk að líta rauða spjaldið gegn NS Mura í gær, en O'Hara lét nánast hvern einn og einasta leikmann liðsins heyra það eftir leikinn. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Jamie O'Hara, fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur og núverandi sparkspekingur, segir að margir af leikmönnum liðsins hafi verið sér til skammar þegar liðið tapaði 2-1 gegn slóvenska liðinu NS Mura í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira