Ætla að banna helstu mannréttindasamtök Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 14:55 Fangaklefi í rússnesku gúlagi. Alþjóðlega minningarfélagið var stofnað á lokaárum Sovétríkjanna og rannsakaði síðar örlög fólks sem var kúgað í tíð þeirra. Vísir/Getty Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að hæstiréttur leysti upp ein helstu mannréttindasamtök landsins. Þau afhjúpuðu meðal annars voðaverk hersins í Téténíustríðunum og rannsaka kúgun andófsfólks í Sovétríkjunum. Stjórnvöld í Kreml hafa skilgreint Alþjóðlega minningarfélagið, sem rannsakar og minnist andófsfólks sem var myrt og fangelsað í Sovétríkjunum, og Mannréttindaminningarmiðstöðina, sem rannsakar mannréttindabrot í samtínum, sem erlenda útsendara. Þeim ber því skylda til að setja fyrirvara við allt efni sem þau birta opinberlega og þurfa að sæta ströngum reglum um fjármál sín. Nú saka saksóknarar mannréttindasamtökin um að dylja vísvitandi og kerfisbundið stöðu sína sem útsendarar erlendra ríkja að mati stjórnvalda með því að slá ekki alla þá varnagla sem þeim bar. Því beri að leysa félagið upp þrátt fyrir að forsvarsmenn þess fullyrði að þeir hafi lagt sig í lima við að fylgja öllum reglum og kvöðum. Vladímír Pútín forseti hefur hert tök sín í Rússlandi og gengið sífellt harðar gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Alræðishneigð hans minnir marga á ógnarstjórn Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það kom það erlendum mannréttindasamtökum á óvart að stjórn hans skyldi reiða til höggs gegn Alþjóðlega minningarfélaginu. Þau voru fyrst skilgreind sem útsendarar útlendinga árið 2014 og systursamtök þeirra tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þau sætt ítrekuðum rassíum lögreglu og sektum fyrir meint brot á lögunum. Tanya Lokshina, talskona Mannréttindavaktarinnar, segir tilburði rússneskra stjórnvalda til að banna starfsemina „svívirðilega árás á slagæð borgaralegs samfélags í Rússlandi“. Evrópskir erindrekar hafa lýst yfir áhyggjum, að sögn Washington Post. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði rússnesk stjórnvöld um að misnota lög um erlenda útsendara til þess að áreita, brennimerkja og þagga niður í félagasamtökum í landinu. Málið gegn samtökunum verður næst tekið fyrir um miðjan desember. Rússland Mannréttindi Sovétríkin Tengdar fréttir Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml hafa skilgreint Alþjóðlega minningarfélagið, sem rannsakar og minnist andófsfólks sem var myrt og fangelsað í Sovétríkjunum, og Mannréttindaminningarmiðstöðina, sem rannsakar mannréttindabrot í samtínum, sem erlenda útsendara. Þeim ber því skylda til að setja fyrirvara við allt efni sem þau birta opinberlega og þurfa að sæta ströngum reglum um fjármál sín. Nú saka saksóknarar mannréttindasamtökin um að dylja vísvitandi og kerfisbundið stöðu sína sem útsendarar erlendra ríkja að mati stjórnvalda með því að slá ekki alla þá varnagla sem þeim bar. Því beri að leysa félagið upp þrátt fyrir að forsvarsmenn þess fullyrði að þeir hafi lagt sig í lima við að fylgja öllum reglum og kvöðum. Vladímír Pútín forseti hefur hert tök sín í Rússlandi og gengið sífellt harðar gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Alræðishneigð hans minnir marga á ógnarstjórn Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það kom það erlendum mannréttindasamtökum á óvart að stjórn hans skyldi reiða til höggs gegn Alþjóðlega minningarfélaginu. Þau voru fyrst skilgreind sem útsendarar útlendinga árið 2014 og systursamtök þeirra tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þau sætt ítrekuðum rassíum lögreglu og sektum fyrir meint brot á lögunum. Tanya Lokshina, talskona Mannréttindavaktarinnar, segir tilburði rússneskra stjórnvalda til að banna starfsemina „svívirðilega árás á slagæð borgaralegs samfélags í Rússlandi“. Evrópskir erindrekar hafa lýst yfir áhyggjum, að sögn Washington Post. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði rússnesk stjórnvöld um að misnota lög um erlenda útsendara til þess að áreita, brennimerkja og þagga niður í félagasamtökum í landinu. Málið gegn samtökunum verður næst tekið fyrir um miðjan desember.
Rússland Mannréttindi Sovétríkin Tengdar fréttir Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila